Hrefna Ólafsdóttir – Minningarorð

Hrefna Ólafsdóttir – Minningarorð

Að gera ömmu skil í stuttri grein er ómögulegt. Á langri ævi tók hún sér svo margt fyrir hendur, að bók myndi rétt ná að klóra í yfirborðið. Hún saumaði flíkur, húfur og búninga, sá um stórt heimili, skrifaði sögur, gaf út bækur, málaði og fleira. Hún var líka fantagóður ljósmyndari. Hún notaði Konica vélina sína og linsusafnið til að taka myndir af fjölskyldunni, gerði listrænar tilraunir á okkur krökkunum, fangaði landslagið og dýrin í sveitinni. Það sem var kannski…

Read More Read More

Framtíðin

Framtíðin

Marinó G. Njálsson setti fram athugasemd á Facebook í gær. Margt var einkennilegt í aðdraganda hrunsins og þó flestir hafi verið blindir fyrir því, og þar á meðal ég, þá höfum við þrjá kosti: 1) Að læra af reynslunni og betrumbæta samfélagið; 2) að láta sem ekkert hafi gerst og haldið áfram á sömu braut; eða 3) að læra af reynslunni og ganga ennþá lengra í ruglinu. Ég held að almenningur vilji fara leið 1), a.m.k. stór hluti hans, stjórnmálin eru…

Read More Read More

Hugleiðingar um Stríð

Hugleiðingar um Stríð

Ég er að lesa bókina Savage Continent eftir Keith Lowe. Þar útskýrir hann hvernig Evrópa var eftir seinni heimsstyrjöldina. Hefði ekki átt að byrja á þessu, því of mikil þekking á atburðum þýðir að maður sér í gegn um mistur tímans. Maður kemst nær atburðunum. Það er ekki alltaf gott fyrir geðheilsuna. Mér hefur lengi fundist mannkynssagan vera einhverskonar teiknimyndasaga. Einfölduð útgáfa á því sem virkilega gerðist. Rómaveldi var soldið svona Ástríks dæmi. Rómverjarnir voru auðvitað sterkastir. Það voru engir gaulverjar…

Read More Read More

Hvað má barnið mitt heita?

Hvað má barnið mitt heita?

Ég er íslendingur, heiti íslensku nafni og á íslenskt vegabréf þótt ég hafi búið erlendis í yfir tvo áratugi. Eins og gengur, hafði ég það af að fjölga mér. Sonurinn kom í heiminn árið 2007. Hann fæddist í Amsterdam og er því sjálfkrafa hollenskur ríkisborgari. Ég reddaði þó íslenskum ríkisborgararétti þegar við komum með hann til Íslands, sumarið 2007. Það snúnasta við að eignast barnið í útlandinu var nafnið. Við þurftum að berjast fyrir því, ég og ófríska mamman, að…

Read More Read More

Vegurinn heim

Vegurinn heim

Hver vegur að heiman er vegurinn heim, sagði einhver. En hversu einfalt er það að snúa heim eftir búsetu erlendis? Hvað um sjúkratryggingar, rétt til bóta, innflutningstolla, gjaldeyrishöft og landvistarleyfi fyrir erlenda fjölskyldumeðlimi? Ég setti upp fésbókarhóp með það í huga að komast að því hvað gert er fyrir íslendinga sem vilja flytja heim eftir dvöl erlendis. Það sem ég hef heyrt, er að fólk á ekki rétt á neinum bótum fyrst um sinn. Engar atvinnuleysisbætur, örorkubætur eða aðrar bætur…

Read More Read More

Útlendingar

Útlendingar

Íslendingar eru hrein þjóð, ómenguð af endalausum blöndunum sem aðrar þjóðir hafa þurft að þola í gegn um tíðina. Við erum afkomendur víkinga, erum hörkutól sem lifðu af þúsund ár í skítakulda og komum sterk og sjálfstæð inn í nútímann. Það er um það bil svona sem við sjáum okkur. Eða sáum okkur. Held það sé að breytast. Við erum nefninlega merkilega blönduð. Einhver hluti genanna kemur frá Skandinavíu, einhver hluti frá Bretlandseyjum. En það er ekki allt. Við erum…

Read More Read More

RÚV framtíðarinnar?

RÚV framtíðarinnar?

Hlutverk RÚV hefur verið bitbein í mörg ár, jafnvel áratugi. Á það að vera pólitískt? Er það nógu hægri sinnað nú? Var það nógu vinstri sinnað í tíð Jóhönnu? Á það að veita aðhald, vera pirrandi fluga eða málpípa? Tilkynningaskyldan er löngu orðin óþörf, veðurfréttir fást hvar sem er, sjúklingar og sjómenn geta dánlódað hvaða lögum sem er, hvenær sem er, og þurfa ekki að hringja inn til að biðja um að þau séu spiluð í þar til gerðum óskalagaþáttum. Jón…

Read More Read More

Stærsti flokkur Norðurlanda er enginn leyndardómur

Stærsti flokkur Norðurlanda er enginn leyndardómur

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra skrifaði pistil um pírata. Sjá hér. Ég vil endilega svara spurningunum sem hann setur fram. Fyrir nokkrum árum leit út fyrir að hreyfing kennd við pírata gæti orðið nýtt pólitískt fyrirbrigði í nokkrum Evrópulöndum. Loftið hefur alls staðar farið úr þeirri blöðru nema hér þar sem hún hefur þanist út síðustu vikur. Eru píratar blaðra? Næstu kosningarnar munu skera úr um það. Hitt er annað, það er ekki hægt að bera íslenska pírata saman við erlenda….

Read More Read More

Refsingar og hrós

Refsingar og hrós

Ég var á fundi í skólanum í gær. Umræðuefnið var hvernig best er að taka á óhlýðni, hroka í garð kennara, einelti og stríðni. Í gamla daga var krökkum refsað fyrir að gera eitthvað af sér. Þau voru flengd, send í skammakrókinn og send heim. Þeim var refsað fyrir að fylgja ekki reglunum. Svipað og gert er í heimi fullorðinna. Ef við brjótum af okkur, erum við sektuð eða sett í fangelsi. Ef við borgum ekki skattinn, keyrum of hratt, stelum, er…

Read More Read More

Þrælanýlendan Ísland

Þrælanýlendan Ísland

Á meðan Vigdís Hauksdóttir gerir sig enn og aftur að fífli á þinginu, blæðir þjóðinni út. Háttvirtur þingmaðurinn er með skæting, tuðar og ælan vellur út úr henni eins og… nenni ekki að finna myndlíkingu. Konan er svo rugluð að hún sóar tíma þingsins í að saka stjórnarandstöðuna um að vera svekkt yfir að hafa tapað kosningunum. Hvort sem stjórnarandstaðan er svekkt eða ekki, skiptir nákvæmlega engu máli. Það kemur engu og engum við hvort fólk sé svekkt yfir að…

Read More Read More

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube