Browsed by
Category: Menning

2044 – Lýðveldið Ísland 100 ára

2044 – Lýðveldið Ísland 100 ára

Það er kominn 17. júní.

Þjóðhátíðardagur íslendinga. Afmælisdagur Jóns Sigurðssonar forseta. Það er sennilega rigning og við stöndum sennilega brosandi með gegnblauta pappírsfána á Lækjartorgi eftir vel heppnaða skrúðgöngu.

Lýðveldið Ísland var stofnað fyrir 72 árum, þann 17. júní 1944. Loksins, eftir 700 ár sem nýlenda, urðum við sjálfstæð. Sumir vilja halda því fram að tilraunin Lýðveldið Ísland hafi mistekist. Hér er verðtrygging, ofurvextir, hér varð hrun á meðan nágrannalöndin lentu í einhverjum tímabundnum samdrætti. Við rífumst um hvort við eigum að láta túrista traðka náttúrurperlurnar í svaðið eða hvort betra sé að virkja þær. Við stofnum þjóðernisflokka og gleymum bókmenntunum okkar. Ef einhver minnist á Evrópu, hefst nett trúarbragðastríð.

En við erum sjálfstæð og við höfum áorkað mörgu. Bókmenntirnar okkar, Snorri og Halldór, fótboltinn er að gera sig, tónlistin. Þegar við gerum okkar besta, erum við góð. Virkilega góð.

Börn á Íslandi (VGA 2013)
Börn á Íslandi (VGA 2013)

Við erum sjálfstæð þjóð og höfum verið það í 72 ár. Það eru 28 ár í 100 ára afmælið, árið 2044. Það gæti virst langur tími, en ef við förum 28 ár aftur í tímann, lendum við á 1988. Það er ekkert rosalega langt síðan. Duran Duran voru búnir að vera, Reagan og Gorbachev voru komnir og farnir, Með allt á hreinu var orðin sex ára og Ísbjarnarblúsinn átta. Það er ekkert rosalega langt síðan 1988 kom og fór. Það er ekkert rosalega langt í hundrað ára afmælið.

Fólk sem er tvítugt í dag verður tæplega fimmtugt á lýðveldisafmælinu. Trúið mér, maður verður tæplega fimmtugur á korteri.

Þetta er ekki langur tími. Margt getur breyst, en samfélagið getur líka staðnað. 1988 virkar eins og fornöld ef maður horfir á bíómyndir frá þessum tíma, en við erum enn að berjast við sömu púkana. Við erum ennþá í skotgrafarhernaði. Við förum enn í Ríkið. Lánin okkar eru ennþá verðtryggð. Davíð Oddson er ennþá relevant. Þannig lagað.

Hvernig verður framtíðin? Við getum upplifað kreppur eða framfarir. Það er, mikið til, okkar að ákveða hvert við viljum fara og hvar við viljum vera á aldar afmæli lýðveldisins. Við förum þangað saman og við höfum áhrif á hvort annað. Við erum öll við stýrið og höfum öll einhver áhrif, þótt þau séu mismikil.

Mig langar því að spyrja alla tveggja spurninga. Svör má setja hér fyrir neðan. Þeim má líka svara í huganum. Það skiptir ekki máli, á meðan við hugsum málið og erum meðvituð um að afstaða okkar mun hafa áhrif. Maður breytir nefninlega heiminum með því að breyta sjálfum sér fyrst.

• Hvernig samfélag myndirðu vilja sjá á 100 ára afmælinu?
• Hvað getum við gert til að komast þangað?

Hugsum um þetta. Spáum í hvar við viljum vera á aldarafmælinu og förum að vinna í að komast þangað.

Skáldsögur

Skáldsögur

Skáldsagan Under the Black Sand var gefin út 29. maí 2013. Hún gerist á Íslandi, en er á ensku.

Pétur býr á Íslandi eftirhrunsáranna þar sem viðskiptajöfrar reyna að efnast á ástandinu og stjórnmálamenn þykjast vera heiðarlegir. Hann lifir fyrir spennuna sem fjármagn og völd gefa og hann er staðráðinn í að leyfa engu að koma í veg fyrir að áætlanir hans muni ná fram að ganga. Ekkert hræðir hann, ekki einu sinni forsætisráðherra.

Under the Black Sand
Under the Black Sand

Martraðirnar, þar sem sama konan kemur endalaust fyrir eru pirrandi og hann reynir að leiða þær hjá sér. Þegar honum er gefin mynd af sér með henni, fer hann að velta fyrir sér hver veit af henni og hvernig tilvera hennar getur verið þekkt.

Skilin milli raunveruleika og ímyndunar hverfa þegar maður er myrtur á skrifstofu Péturs. Martraðirnar magnast og verða raunverulegri en heimurinn í hring um hann..

Rafbókina er hægt að nálgast í ePub formi í Kobo versluninni og Mobi formi á Amazon:
USA – UK – Germany – France – Spain – Italy– Netherlands – Japan – Brasil – Canada – Mexico – Australia – India

Einnig er hægt að nálgast kilju (€15) og harðspjaldaútgáfu (€25) hjá höfundi. Þær er einnig hægt að nálgast á öðrum stöðum, en eru þá dýrari og ekki áritaðar.

Dómar:
Amazon UK, 28 May 2014 – 5 out of 5 stars
Unusual fast moving story
Format: Kindle EditionVerified Purchase
I bought this book as I like stories based in Iceland. It sat in my ‘wish list’ for ages as I was unsure whether or not to buy. There were no reviews to guide me. However I am so happy that I did in the end purchase it.

This fast moving story is about a forceful businessman, set in todays post 2008 bank collapse Iceland, trying to get a large project passed a political and environmental restistance to his plan. As the story develops you get flashbacks to the past, his past, which eventually consumes his time. It is a story of love over the centuries, of struggle against hard times and also of murder. I cannot give to much away as this will ruin your enjoyment. If you like a slightly supernatural story this is for you. Very good.

Amazon NL, 21 January 2015 – 5 out of 5 stars
A unique story in a unique environment. 
A story unlike other love stories. Contains all the aspects that makes you want to keep on reading (power, lust, love and well described feelings and sceneries). Movie material.

Amazon USA, 6 February 2015 – 4 out of 5 stars
Gripping story – needs an editor

Format: Kindle Edition Verified Purchase
Very good story; starts a bit slow, but if you keep going it will eventually grip you. It made me want to watch the short movie in which the book is based. I very much enjoyed the way the history of Iceland is used as a backdrop for the story, that works very well. The pronunciation guide was a nice touch, by the way.

Minor nitpick: this book would benefit from being looked over by an editor. There are a few repeated errors that look like translation mistakes (like using “ore” where it should be “oar”, or “clique” for “cliché” – both of these several times), and at least once a character’s name is replaced with what looks like an English version of the name (Halla is referred to as Heather in one of the final scenes).
((The issues here have since been corrected and are not found in the version currently on offer – Villi))

Amazon USA, 10 May 2015 – 4 out of 5 stars
Nordic spirits and a Nordic Tiger.
Format: Kindle Edition Verified Purchase
This crime novel swings from standard mystery to very different mythology. Very pleasing story that is tied up well. Most of the characters are very real but not sympathetic. No sweethearts traipsing through this tundra. Great melding of ancient and contemporary conflict.

Tvær stiklur voru gerðar fyrir bókina Under the Black Sand:

Önnur skáldsaga, Blood and Rain, er mikið til tilbúin og verður gefin út við tækifæri.Hún er ekki framhald fyrri bókar, heldur fjallar hún um ungan íslenskan blaðamann í Barcelona árið 1937, á tímum borgarastyrjaldarinnar.

Prince

Prince

Skrítinn dagur. Byrjaði á að ég fór í heimsókn til kunningja míns því hann vildi endilega sjá Epiphone Les Paul gítarinn sem ég var að kaupa. Ég fékk að taka í gítarana hans. Fender Tele relic, Gilmour Strat, Gibson LP og ES-335. Allt tengt við Fender Twin.

My Babies
My Babies

Fór svo í vinnuna. Er að vinna á flugvelli og var að plana hvernig flugvél yrði hlaðin. Þetta var Airbus A319 og ég sagði við fallegu stelpuna í flugfreyjubúningnum að ég hugsaði alltaf til Prince þegar ég væri að vinna með A319, því hann samdi lagið 319 fyrir löngu síðan.

Stuttu seinna heyrði ég að hann væri dáinn.

Þegar ég keyrði heim, sá ég að það er fullt tungl.

Hér er lag eftir annan snilling, Geaorge Harrison. Prince stelur senunni með sólóinu í lokin.

Hvíl í friði, snillingur.

Fræða- og Menningarsetur á Eyrarbakka?

Fræða- og Menningarsetur á Eyrarbakka?

Ég var að fara yfir ársreikninga Árborgar fyrir árið 2014. Ástæðan var að sveitarfélagið er skuldsett upp á 166% af árstekjum. Ég velti því fyrir mér hvað gæti valdið, þar sem sveitarfélagið hefur ekki staðið í meiriháttar framkvæmdum. Ég komst ekki að ásættanlegu svari. Skuldastaðan mun þó sennilega ekki batna í bráð. Nýtt aðalskipulag gerir ráð fyrir byggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Einhverskonar gamaldags miðbæ sem aldrei var til, en ætti að virka eins og Disneyland á túrista.

Ég er með aðra hugmynd. Hugmynd sem mun kosta margfalt minna. Það þarf nefninlega ekki að búa til fortíð sem aldrei var. Hluti Árborgar er nefninlega með alvöru sögulegt gildi.

Gamli barnaskólinn á Eyrarbakka er til sölu. Mér datt í hug að Árborg keypti húsið og setti upp fræða- og menningarsetur. Húsið virðist ekki vera mjög dýrt og því ætti þetta að geta gengið.

Gamli Barnaskólinn í gamla daga
Gamli Barnaskólinn í gamla daga

Þetta var fyrsti barnaskólinn á landinu og því við hæfi að setja upp safn um þróun skólamála á Íslandi. Gamlar skólastofur innréttaðar eins og þær voru. Svo væri fræðimönnum boðið að búa í húsinu 3-12 mánuði í senn þar sem þeir eða þær gætu sinnt rannsóknarstörfum. T.d. rannsókn á þróun skólamála á Íslandi, hvernig var menntun fólks fyrir stofnun formlegra skóla, hvernig fræðslukerfi geti gagnast í framtíðinni. Þannig dæmi.

Þetta þyrfti ekki að vera dýrt. Safnið gæti verið í samvinnu við Skógasafn og aðrar stofnanir. Fræðimönnum yrði ekki greitt fyrir að vera í húsinu, heldur feldist styrkurinn í fríu húsnæði og aðstöðu þann tíma sem samið var um.

Svona gæti Eyrarbakki endurheimt hluta af sinni arflegð og Árborg gæti sýnt að hún er meira en Selfoss.

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube