Fræða- og Menningarsetur á Eyrarbakka?

Fræða- og Menningarsetur á Eyrarbakka?

Ég var að fara yfir ársreikninga Árborgar fyrir árið 2014. Ástæðan var að sveitarfélagið er skuldsett upp á 166% af árstekjum. Ég velti því fyrir mér hvað gæti valdið, þar sem sveitarfélagið hefur ekki staðið í meiriháttar framkvæmdum. Ég komst ekki að ásættanlegu svari. Skuldastaðan mun þó sennilega ekki batna í bráð. Nýtt aðalskipulag gerir ráð fyrir byggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Einhverskonar gamaldags miðbæ sem aldrei var til, en ætti að virka eins og Disneyland á túrista.

Ég er með aðra hugmynd. Hugmynd sem mun kosta margfalt minna. Það þarf nefninlega ekki að búa til fortíð sem aldrei var. Hluti Árborgar er nefninlega með alvöru sögulegt gildi.

Gamli barnaskólinn á Eyrarbakka er til sölu. Mér datt í hug að Árborg keypti húsið og setti upp fræða- og menningarsetur. Húsið virðist ekki vera mjög dýrt og því ætti þetta að geta gengið.

Gamli Barnaskólinn í gamla daga
Gamli Barnaskólinn í gamla daga

Þetta var fyrsti barnaskólinn á landinu og því við hæfi að setja upp safn um þróun skólamála á Íslandi. Gamlar skólastofur innréttaðar eins og þær voru. Svo væri fræðimönnum boðið að búa í húsinu 3-12 mánuði í senn þar sem þeir eða þær gætu sinnt rannsóknarstörfum. T.d. rannsókn á þróun skólamála á Íslandi, hvernig var menntun fólks fyrir stofnun formlegra skóla, hvernig fræðslukerfi geti gagnast í framtíðinni. Þannig dæmi.

Þetta þyrfti ekki að vera dýrt. Safnið gæti verið í samvinnu við Skógasafn og aðrar stofnanir. Fræðimönnum yrði ekki greitt fyrir að vera í húsinu, heldur feldist styrkurinn í fríu húsnæði og aðstöðu þann tíma sem samið var um.

Svona gæti Eyrarbakki endurheimt hluta af sinni arflegð og Árborg gæti sýnt að hún er meira en Selfoss.

One thought on “Fræða- og Menningarsetur á Eyrarbakka?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube