Vegurinn heim

Vegurinn heim

Hver vegur að heiman er vegurinn heim, sagði einhver. En hversu einfalt er það að snúa heim eftir búsetu erlendis? Hvað um sjúkratryggingar, rétt til bóta, innflutningstolla, gjaldeyrishöft og landvistarleyfi fyrir erlenda fjölskyldumeðlimi?

Íslendingur á íslandi
Íslendingur á íslandi

Ég setti upp fésbókarhóp með það í huga að komast að því hvað gert er fyrir íslendinga sem vilja flytja heim eftir dvöl erlendis. Það sem ég hef heyrt, er að fólk á ekki rétt á neinum bótum fyrst um sinn. Engar atvinnuleysisbætur, örorkubætur eða aðrar bætur sem fólk búsett á Íslandi á tilkall til.

Eins hefur mér verið sagt að íslendingar, nýfluttir heim, þurfi að taka út sjúkratryggingu í sex mánuði eftir heimkomu. Eitthvað sem aðrir þurfa ekki að gera.

Fólk þarf líka, í sumum tilfellum að greiða tolla og gjöld af búslóðum og bílum sem það flytur með sér. Mismikið eftir landi sem flutt er frá, aldri bíls og stærð búslóðar.

Mér sýnist því lítið sem ekkert gert til að laða fólk aftur heim. Það er eins og okkur sé alveg sama um fólkið sem flúði hrunið, fór erlendis í leit að tækifærum sem voru ekki til staðar hér, eða sóttu vinnu sem ekki var í boði á Íslandi. Íslendingarnir í útlöndum geta bara verið þar. Við þurfum ekki á þeim að halda. Eða hvað?

Það er mikilvægt að reyna að fá sem flesta til að snúa heim. Ekkert þjóðfélag getur lifað af mikla og viðvarandi blóðtöku, eða „braindrain“. Markir, kannski flestir, sem flytja erlendis, eru menntaðir. Fólk sem við megum ekki við að missa. Ef það vill snúa heim, megum við ekki setja óþarfa hindranir í veg þeirra.

Hópurinn sem ég setti upp hefur það markmið að koma auga á vandamál, óréttlát lög og reglur. Sé núverandi ferli flókið og erfitt, þarf að finna lausnir á því og gera fólki kleyft að snúa heim, óski það þess. Þess vegna er mikilvægt að safna saman reynslusögum og reyna að einfalda kerfið.

Hópinn má finna hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube