Browsed by
Month: mars 2014

Planið

Planið

Ég held ég sé búinn að fatta plottið. Af hverju hlusta ráðherrar ekki á þjóðina? Af hverju liggur svona mikið á að losa sig við ESB? Og hvað með allar allar lygarnar?

Þetta snýst um það sama og flest önnur spilling á Íslandi. Stíflur. Virkjanir.

Kaupfélagsstjórinn er búinn að eigna sér nær allar jarðir með vatnsréttindi í Skagafirði og nágrenni. Hefur dundað sér við að kaupa þær á síðustu 15 árum eða svo. Þar skal koma virkjun. Nokkrir hlutir þurfa að gerast til að hún verði að möguleika. Planið fæðist.

1. Koma í veg fyrir að stjórnarskrármálið sé klárað, svo að þjóðin sé ekki að skipta sér af.

2. Koma sínu fólki í ríkisstjórn, með hvaða aðferðum sem er. Nytsömum sakleysingjum í ráðherrastóla. Stjórnarandstaða kemur ekki til greina. Ef nauðsynlegt er að ljúga upp í opið geðið á þjóðinni, þá verður bara að hafa það. Þótt það kosti flokkinn næstu kosningar, skiptir það ekki máli. Eitt kjörtímabil er nóg.

3. Kominn í stjórn. Koma náttúruverndarlögunum fyrir kattarnef svo hægt sé að virkja þar sem þarf.

4. Losa sig við ESB strax. Það má ekki dragast, því ef sambandið fer að skipta sér af innanríkismálum getur það gert athugasemdir við hugsanleg náttúruspjöll og spillingu. Það er nefninlega þannig að sandkassaleikurinn á Íslandi er illa séður í útlandinu.

5. Koma virkjunaráformunum í jarðveg eins hratt og auðið er. Á kjörtímabilinu, svo næsta stjórn geti ekki snúið ferlinu við.

6. Njóta ávaxtanna á meðan þjóðin étur mylsnuna sem fellur af borðinu.

Það er viðbúið að flokkurinn gjörtapi næstu kosningum, en það skiptir ekki máli. 1-2 kjörtímabil utan ríkisstjórnar er fórnarkosnaður sem hægt er að sætta sig við, ef planið virkar. Því peningarnir munu streyma. Þar fyrir utan, eru okkar menn í öllum stofnunum og geta gert framtíðarstjórn erfitt fyrir, svo að hún muni ekki getað virkað almennilega, og tapar því þarnæstu kosningum.

Þessi færsla var upphaflega birt á Moggablogginu og þar er hægt að lesa athugasemdir við hana.

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube