Browsed by
Month: nóvember 2015

Það fallegasta sem ég hef séð…

Það fallegasta sem ég hef séð…

Á laugardaginn ráfaði ég inn í bókabúð í Amsterdam. Þetta var morguninn eftir árásirnar í París og heimurinn var aðeins dekkri en yfirleitt. Nema að í bókabúðinni var spiluð frönsk tónlist og það minnti mig á þennan mannlega styrk til að takast á við áföll og stara í glyrnurnar á dauðanum. Gefast ekki upp, heldur gefa honum fokkmerki og halda áfram brosandi.

Og ég fékk hugmynd. Hvernig væri að spyrja fólk einnar spurningar. Leyfa því að hafa svarið eins stutt eða langt og það vill. Setja svörin á bloggið og safna saman í bók.

Hvað er það fallegasta sem þú hefur séð?

Ég ætla að senda spurninguna á fólk, en þér er auðvitað velkomaið að svara hér í athugasemdum.

Sjáum hvað verður. Hvaða svör berast.

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube