Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200
Þrælanýlendan, enn og aftur – Villi Asgeirsson
Þrælanýlendan, enn og aftur

Þrælanýlendan, enn og aftur

Þessi pistill birtist upphaflega í Kvennablaðinu, 28. maí 2016.

Húsnæðismálin á Íslandi fá mig til að hlæja og gráta, allt í senn. Ég er ekki hrifinn af tilfinningalegum rússíbönum þegar kemur að fjármálum, svo ég ætla að segja ykkur hvað er svona fyndið og sorglegt. Með því, vona ég að einhver vakni og að kerfinu verði breytt til hins betra.

17. maí s.l. birtist pistill eftir mig á síðum Kvennablaðsins (og hér). Þar bar ég saman vexti á húsnæðislánum í Hollandi og á Íslandi. Lægstu vextir sem ég nefndi voru 7,25% á Íslandi og 1,59%í Hollandi. Ég var að reyna að vera sanngjarn. Þetta eru lægstu almennir vextir sem ég fann.

Viðskiptabankinn minn, ABN Amro, býður nú húsnæðislán með 0,94% vöxtum. Auðvitað hangir eitthvað á spýtunni. Maður þarf þá að vera í viðskiptum við bankann, færa allt sitt til þeirra, en vextirnir eru 0,94%. Innan við eitt prósent.

Á sama tíma eru vextir á Íslandi sjö prósent eða hærri. Það kostar jafn mikið að borga vexti af einni íbúð á Íslandi og af átta íbúðum á sama verði í Hollandi.

En hvað gerist þegar vextirnir eru orðnir svo lágir að þeir skipta ekki mái og það er ekki lengur hægt að lokka fólk með þeim?

Í gær heyrði ég auglýsingu í útvarpinu. Nýtt húsnæðislán (hjá ING minnir mig) er ekki bara á lágum vöxtum, það er með tryggingu. Ef þú missir vinnuna eða verður óvinnufær, borgar bankinn sjálfur af láninu í sex mánuði. Hann gefur þér tíma til að finna nýja vinnu, hann gefur þér tækifæri til að láta þér batna eða gera aðrar ráðstafanir svo að þú lendir ekki í vandræðum með afborganir. Fyrstu sex mánuðina þerftu ekki að hafa áhyggjur af húsnæðisláninu, því bankinn tryggir það. Við fjölskyldan erum með eins tryggingu, en borguðum eitthvað smávægilegt fyrir hana. Nú getur fólk fengið trygginguna frítt.

Blokk í Reykjavík (VGA 2015)
Blokk í Reykjavík (VGA 2015)

Svona virkar samkeppni.

Á meðan, á Íslandi…

Ég var að spá í hvað ég ætti að kalla þennan pistil, en þrælanýlenda er það eina sem mér dettur í hug.

Að lokum… eftir að fyrri pistillinn birtist hér fyrir tæpum tveimur vikum, fékk ég póst frá ÍLS. Þar var sagt að ég færi með rangt mál, og hvort ég vildi leiðrétta mitt mál. Ég sagði að það væri sjálfsagt og sendi sjö spurningar til baka. Sagði að það væri gott að fá svör við þeim svo ég gæti skrifað nýjan pistil þar sem staðreyndirnar væru leiðréttar. Það væri betra en að breyta texta í pistli sem flestir eru búnir að lesa, því þá sér enginn leiðréttinguna. Það er vika síðan ég sendi spurningarnar, en engin svör hafa borist. Þau hafa sína hentisemi á því og ég hef engar áhyggjur. ÍLS hefur þó selt 450 eignir í „opnu ferli“. Opnu, fyrir þá sem geta keypt 450 íbúðir í einu. Lokuðu fyrir okkur hin.

Mér sýnast lánastofnanir á Íslandi vera í einhverjum allt öðrum viðskiptum en þær erlendu. Hér er okrað á fólki, eignirnar miskunnarlaust teknar af því og seldar í einhver fyrirtæki sem virðast vera tengd stjórnmálamönnum.

Þrælanýlenda.

Ég læt spurningarnar sjö til ÍLS fljóta með. Í póstinum sagðist ég vera tilbúinn til að biðjast afsökunar ef um rangfærslur var að ræða. Sjáum til hvernig það fer, en hér eru spurningarnar. Sjáum hvort svör berist. Vonum svo að Ísland komist í hóp siðaðri þjóða í náinni framtíð.

– Það eina sem ég sagði um ÍLS í greininni er að sjóðurinn hafi ekki selt þessar 153 fasteignir á almennum markaði þar sem einstaklingum var gert mögulegt að kaupa staka fasteign. Er það rangt skilið hjá mér?

– Ég geri ráð fyrir að setningin „Á meðan húsnæðisskortur er alvöru vandamál, eru hundruð íbúða seldar í lokuðu ferli.” sé vandamálið. Hafi ferlið verið opið, hverjum var það opið og hverjir höfðu möguleika á að kaupa eignirnar? Hvað buðu margir aðilar í eignasöfnin?

– Sjóðurinn tók til sín margar eignir eftir hrun. Hvað stór hluti þeirra hafa verið seldar í eignasöfnum, og hvað margar hafa verið settar á almennan markað þar sem en einstaklingar hafa haft möguleika á að kaupa þær?

– Af hverju eru eignir seldar í söfnum, frekar en á almennum markaði?

– Hvað eru fasteignir, að meðaltali, lengi í eigu ÍLS eftir að hann tekur þær til sín? Mér skilst að eignir standi oft tómar mánuðum, jafnvel árum saman. Er þetta rétt, og ef svo er, hvers vegna?

– Er eitthvað vitað um eignarhald fyrirtækja sem kaupa eignapakka af ÍLS? Hefur ÍLS áhuga á slíku og skiptir hann sér af því hvað á gera við fasteignirnar eftir sölu?

– Er eitthver samvinna milli ríkisstjórnar og ÍLS, til að reyna að leysa húsnæðisvandann?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube