Skráið ykkur í Pírata í dag, eða missið af fjörinu!

Skráið ykkur í Pírata í dag, eða missið af fjörinu!

Sælinú!

Í dag er mánudagurinn 11. júlí, dagurinn sem ég og fleiri hafa hamrað á undanfarið. Flestir þurfa að vinna, en við höfum þó tíma til að skella okkur inn á píratasíðuna og skrá okkur í flokkinn. Tekur um fimm mínútur og kostar ekkert. Í dag er nefninlega síðasta tækifæri til að skrá sig ef fólk vill hafa áhrif í prófkjörinu í ágúst.

Píratar
Píratar

Við vitum að í sumum bæjarfélögum er það litið hornauga að kjósa eitthvað annað en það sem forstjórinn og athafnamaðurinn gerir, en það skiptir ekki máli. Kosningar eru leynilegar. Þið þurfið ekkert að segja öðrum að þið séuð skráð í Pírata, þurfið ekkert að góla um það. En þið getið haft áhrif á framtíð Íslands og röðun á framboðslistann fyrir kosningar ef þið eruð skráð í flokkinn 30 dögum áður en prófkjöri lýkur.

Það eru tiltölulega fáir skráðir í flokkinn á suðurlandi. Ástandið er betra á suðurnesjum. Það er því hætt við að suðurnesin ákveði uppröðun á lista, nema sunnlendingar taki við sér. Suðurnesjapíratar eru glæsilegur flokkur. Þar er flott fólk í grasrótinni og framboði, en suður-kjördæmi er stórt og jafnvægi er öllum fyrir bestu.

Það eru fimm skráðir í Bláskógabyggð, innan við fjórir í Flóahreppi, Hrunamannahreppi og Rangárþingi Eystra.

Það eru 139 skráðir píratar í Reykjanesbæ á móti 66 í Árborg.

Nýtum tímann í dag til að skrá okkur og rétta af þetta ójafnvægi. Tökum svo öll þátt í prófkjörinu í ágúst.

Hér er hægt að skrá sig í Pírata.

Endilega deila þessum pósti.

Höfum áhrif! Skiptum máli!

Villi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube