Browsed by
Category: Viðskipti

Þrælanýlendan, enn og aftur

Þrælanýlendan, enn og aftur

Þessi pistill birtist upphaflega í Kvennablaðinu, 28. maí 2016.

Húsnæðismálin á Íslandi fá mig til að hlæja og gráta, allt í senn. Ég er ekki hrifinn af tilfinningalegum rússíbönum þegar kemur að fjármálum, svo ég ætla að segja ykkur hvað er svona fyndið og sorglegt. Með því, vona ég að einhver vakni og að kerfinu verði breytt til hins betra.

17. maí s.l. birtist pistill eftir mig á síðum Kvennablaðsins (og hér). Þar bar ég saman vexti á húsnæðislánum í Hollandi og á Íslandi. Lægstu vextir sem ég nefndi voru 7,25% á Íslandi og 1,59%í Hollandi. Ég var að reyna að vera sanngjarn. Þetta eru lægstu almennir vextir sem ég fann.

Viðskiptabankinn minn, ABN Amro, býður nú húsnæðislán með 0,94% vöxtum. Auðvitað hangir eitthvað á spýtunni. Maður þarf þá að vera í viðskiptum við bankann, færa allt sitt til þeirra, en vextirnir eru 0,94%. Innan við eitt prósent.

Á sama tíma eru vextir á Íslandi sjö prósent eða hærri. Það kostar jafn mikið að borga vexti af einni íbúð á Íslandi og af átta íbúðum á sama verði í Hollandi.

En hvað gerist þegar vextirnir eru orðnir svo lágir að þeir skipta ekki mái og það er ekki lengur hægt að lokka fólk með þeim?

Í gær heyrði ég auglýsingu í útvarpinu. Nýtt húsnæðislán (hjá ING minnir mig) er ekki bara á lágum vöxtum, það er með tryggingu. Ef þú missir vinnuna eða verður óvinnufær, borgar bankinn sjálfur af láninu í sex mánuði. Hann gefur þér tíma til að finna nýja vinnu, hann gefur þér tækifæri til að láta þér batna eða gera aðrar ráðstafanir svo að þú lendir ekki í vandræðum með afborganir. Fyrstu sex mánuðina þerftu ekki að hafa áhyggjur af húsnæðisláninu, því bankinn tryggir það. Við fjölskyldan erum með eins tryggingu, en borguðum eitthvað smávægilegt fyrir hana. Nú getur fólk fengið trygginguna frítt.

Blokk í Reykjavík (VGA 2015)
Blokk í Reykjavík (VGA 2015)

Svona virkar samkeppni.

Á meðan, á Íslandi…

Ég var að spá í hvað ég ætti að kalla þennan pistil, en þrælanýlenda er það eina sem mér dettur í hug.

Að lokum… eftir að fyrri pistillinn birtist hér fyrir tæpum tveimur vikum, fékk ég póst frá ÍLS. Þar var sagt að ég færi með rangt mál, og hvort ég vildi leiðrétta mitt mál. Ég sagði að það væri sjálfsagt og sendi sjö spurningar til baka. Sagði að það væri gott að fá svör við þeim svo ég gæti skrifað nýjan pistil þar sem staðreyndirnar væru leiðréttar. Það væri betra en að breyta texta í pistli sem flestir eru búnir að lesa, því þá sér enginn leiðréttinguna. Það er vika síðan ég sendi spurningarnar, en engin svör hafa borist. Þau hafa sína hentisemi á því og ég hef engar áhyggjur. ÍLS hefur þó selt 450 eignir í „opnu ferli“. Opnu, fyrir þá sem geta keypt 450 íbúðir í einu. Lokuðu fyrir okkur hin.

Mér sýnast lánastofnanir á Íslandi vera í einhverjum allt öðrum viðskiptum en þær erlendu. Hér er okrað á fólki, eignirnar miskunnarlaust teknar af því og seldar í einhver fyrirtæki sem virðast vera tengd stjórnmálamönnum.

Þrælanýlenda.

Ég læt spurningarnar sjö til ÍLS fljóta með. Í póstinum sagðist ég vera tilbúinn til að biðjast afsökunar ef um rangfærslur var að ræða. Sjáum til hvernig það fer, en hér eru spurningarnar. Sjáum hvort svör berist. Vonum svo að Ísland komist í hóp siðaðri þjóða í náinni framtíð.

– Það eina sem ég sagði um ÍLS í greininni er að sjóðurinn hafi ekki selt þessar 153 fasteignir á almennum markaði þar sem einstaklingum var gert mögulegt að kaupa staka fasteign. Er það rangt skilið hjá mér?

– Ég geri ráð fyrir að setningin „Á meðan húsnæðisskortur er alvöru vandamál, eru hundruð íbúða seldar í lokuðu ferli.” sé vandamálið. Hafi ferlið verið opið, hverjum var það opið og hverjir höfðu möguleika á að kaupa eignirnar? Hvað buðu margir aðilar í eignasöfnin?

– Sjóðurinn tók til sín margar eignir eftir hrun. Hvað stór hluti þeirra hafa verið seldar í eignasöfnum, og hvað margar hafa verið settar á almennan markað þar sem en einstaklingar hafa haft möguleika á að kaupa þær?

– Af hverju eru eignir seldar í söfnum, frekar en á almennum markaði?

– Hvað eru fasteignir, að meðaltali, lengi í eigu ÍLS eftir að hann tekur þær til sín? Mér skilst að eignir standi oft tómar mánuðum, jafnvel árum saman. Er þetta rétt, og ef svo er, hvers vegna?

– Er eitthvað vitað um eignarhald fyrirtækja sem kaupa eignapakka af ÍLS? Hefur ÍLS áhuga á slíku og skiptir hann sér af því hvað á gera við fasteignirnar eftir sölu?

– Er eitthver samvinna milli ríkisstjórnar og ÍLS, til að reyna að leysa húsnæðisvandann?

Meira af Íbúðalánasjóði og seldum íbúðum

Meira af Íbúðalánasjóði og seldum íbúðum

Fyrir um viku skrifaði ég pistil í Kvennablaðið. Ég furðaði mig á að sjóðurinn hefði selt 153 íbúðir í ekkert rosalega opnu ferli. Eftir birtingu pistilsins, barst mér póstur frá starfsmanni sjóðsins. Ég var beðinn um að leiðrétta rangfærslu í pistlinum. Það var ekki alveg á hreinu hvar ég var að fara með rangt mál, svo ég svaraði póstinum og bað um frekari upplýsingar.

Hús í bænum (VGA 2015)
Hús í bænum (VGA 2015)

Svar hefur ekki borist, en ég hafði engar áhyggjur, þar sem ekkert liggur á. Nú sé ég að ÍLS hefur selt leigufélagið Klett og 450 íbúðir. Í einum pakka.

Það er kannski hægt að túlka það þannig að þetta hafi farið á opnum markaði, þar sem allir sem hafa efni á 450 íbúðum í einum bita gátu boðið í félagið, en þettta getur ekki átt að virka svona. Það getur ekki verið að sjóður sem er í eigu ríkisins, í okkar eigu, gefi okkur ekki tækifæri til að kaupa íbúðirnar sem voru (sennilega flestar) teknar upp í stökkbreyttar skuldir eftir hrun.

450 eignir. Og ég var að kvarta yfir 153 íbúðum.

Eins og ég sagði að ofan, hef ég ekki enn fengið svar frá ÍLS. Þau skulda mér svo sem ekkert, en það væri gott að vita hver rangfærslan var í pistlinum fyrir viku. Í ljósi þess að ÍLS virðist vera á fullu að losa sig við eignir til fjársterkra aðila, finnst mér það skipta máli fyrir almenning hvað mér og sjóðnum fór á milli. Hér fyrir neðan er hægt að lesa athugasemdina sem ég fékk í tölvupósti og minn svarpóst. Ég hef fjarlægt nafn starfsmanns sjóðsins.

19. maí 2016 í pósti til Steinunar Ólínu, ritstjóra Kvennablaðsins:

Í blaðinu ykkar í fyrradag birtist greint/frétt fá Vilhjálmi þar sem m.a. var vikið að sölu fasteigna hér hjá Íbúðalánasjóði. Í greininni eru atriði sem ég tel rétt að koma á framfæri athugasemdum við.
Ég hef ekki netfang hans eða aðrar tenglaupplýsingar og mér þætti vænt um ef þú kæmir þessu til hans. Ég óska eftir því við Vilhjálm að hann leiðrétti það sem ekki er rétt með farið í blaðinu ykkar og mér þætti vænt um ef þú sem ritstjóri myndir fylgja því eftir og að til skila komist þessar ábendingar mínar.
Það sem er aðalatriðið er að Íbúðalánasjóður leggur mjög ríka áherslu á að eignir sjóðsins séu seldar í opnum ferlum þannig að allir sem hafa áhuga á kaupum hafi kost á að kaupa þessar eignir. Á síðustu árum hefur sjóðurinn selt eignir fyrir um 50 m.a.kr, (50 þúsund milljónir króna). Við teljum að þetta markmið okkar að selja í opnum söluferlum hafi tekist nokkuð vel og vinnum með Félagi Fasteignasala á þann hátt að allar fasteignasölur í landinu geta unnið fyrir sjóðinn.

Hér er minn svarpóstur, sendur sama dag:

Sæl(l) xxx,

Ég vil byrja á því að biðjast afsökunar ef ég hef farið með rangt mál. Það er sjálfsagt að leiðrétta pistilinn ef ég hef sagt eitthvað sem ekki stenst skoðun. Það sem ég skrifaði var byggt á frétt MBL (hlekkur í pistli) og upplifun á fréttum undanfarin ár. Auðvitað er það möguleiki að mín tilfinning sé ekki það sem virkilega gerðist.

Til að ég skilji hvar ég fór með rangt mál, langar mig að spyrja örfárra spurninga. Upplifun okkar á fréttum er ekki alltaf í takt við raunveruleikann, og því væri gott að geta skrifað grein sem byggð er á staðreyndum frá ykkur.

– Það eina sem ég sagði um ÍLS í greininni er að sjóðurinn hafi ekki selt þessar 153 fasteignir á almennum markaði þar sem einstaklingum var gert mögulegt að kaupa staka fasteign. Er það rangt skilið hjá mér?

– Ég geri ráð fyrir að setningin „Á meðan húsnæðisskortur er alvöru vandamál, eru hundruð íbúða seldar í lokuðu ferli.” sé vandamálið. Hafi ferlið verið opið, hverjum var það opið og hverjir höfðu möguleika á að kaupa eignirnar? Hvað buðu margir aðilar í eignasöfnin?

– Sjóðurinn tók til sín margar eignir eftir hrun. Hvað stór hluti þeirra hafa verið seldar í eignasöfnum, og hvað margar hafa verið settar á almennan markað þar sem en einstaklingar hafa haft möguleika á að kaupa þær?

– Af hverju eru eignir seldar í söfnum, frekar en á almennum markaði?

– Hvað eru fasteignir, að meðaltali, lengi í eigu ÍLS eftir að hann tekur þær til sín? Mér skilst að eignir standi oft tómar mánuðum, jafnvel árum saman. Er þetta rétt, og ef svo er, hvers vegna?

– Er eitthvað vitað um eignarhald fyrirtækja sem kaupa eignapakka af ÍLS? Hefur ÍLS áhuga á slíku og skiptir hann sér af því hvað á gera við fasteignirnar eftir sölu?

– Er eitthver samvinna milli ríkisstjórnar og ÍLS, til að reyna að leysa húsnæðisvandann?

Afsakið allar spurningarnar. Það eru sennilega margar ranghugmyndir um ÍLS í þjóðfélaginu og það væri gott að geta skrifað grein sem bygð er á upplýsingum frá ykkur.

Bestu kveðjur,
Vilhjálmur Ásgeirsson

Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn

Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn

Tækniframfarir og niðurskurður eru tvö orð sem eru alltaf í umræðunni.

Tækninni fleygir fram. Við erum sítengd. Úrið getur mælt hjartslátt og blóðþrýsting, og látið vita ef eitthvað er ekki í lagi. Ég get lesið The Sydney Morning Herald um leið og það kemur út, þótt það sé gefið út hinumegin á hnettinum. Síminn minn er öflugri en tölvan sem ég átti um aldamót.

Tækniframfarir eru hraðar og þær hafa gjörbreytt lífi okkar.

Niðurskurður er hitt orðið sem við heyrum á hverju ári. Það þarf að loka sjúkrahúsdeildum, jafnvel heilum sjúkrahúsum. Bætur eru skornar niður. Öll opinber þjónusta er skorin niður því það er svo dýrt að reka hana.

Samt gátum við rekið hana með mikið meiri reisn áður en hún var skorin niður.

Maður hefði haldið að tækniframfarir gerðu niðurskurð óþarfan. Allavega að þjónustustigið myndi ekki lækka. En það er ekki svo. Það sem samfélagið gat gert fyrir þegnana fyrir 10 árum, 20, 30 og 40, er ekki lengur hægt. Það er of dýrt. Það eru engir peningar til sem hægt er að dæla í öryrkja, atvinnulausa, sjúklinga og annað fólk sem getur ekki unnið fyrir sér.

Það eru engir peningar til.

Af því að allir sem geta hagnast á einhverju í þessu landi virðast þurfa að stinga öllu undan og fela það í skattaparadísum þar sem aumingjarnir ná ekki til.

Spilling
Spilling

Það eru engir peningar til, því það er búið að stela þeim öllum. Löglega.

Það hefur ekkert upp á sig að reyna að búa til betra samfélag. Það er heimskulegt að borga skatta og leggja sitt af mörkum, því fólkið sem getur – oft fólk í stjórnmálum, sem á að vera að vinna fyrir okkur – er skítsama um aumingjana, holóttu vegina og fólkið sem hengdi sig eftir hrun.

Það vill bara hafa sína peninga í friði fyrir pirrandi almúganum.

Ég er ekki að segja allir séu svona, en þetta er svo útbreitt að það þykir fréttamatur ef heiðarlegur hálaunamaður finnst.

Framtíðin

Framtíðin

Marinó G. Njálsson setti fram athugasemd á Facebook í gær.

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson

Margt var einkennilegt í aðdraganda hrunsins og þó flestir hafi verið blindir fyrir því, og þar á meðal ég, þá höfum við þrjá kosti:
1) Að læra af reynslunni og betrumbæta samfélagið;
2) að láta sem ekkert hafi gerst og haldið áfram á sömu braut; eða
3) að læra af reynslunni og ganga ennþá lengra í ruglinu.
Ég held að almenningur vilji fara leið 1), a.m.k. stór hluti hans, stjórnmálin eru föst á leið 2), en fjármálageirinn, stór hluti fjárfesta og aðilar sem ég ætla ekki að nefna frekar eru á góðri siglingu eftir leið 3).

Á Pírataspjallinu spurði Pálmi Einarsson: Hvaða iðnað/atvinnuveg finnst ykkur við eigum að byggja upp hér á landi til framtíðar?

Hvaða stefnu eigum við að taka, sem þjóðfélag? Hvað eiga stjórnvöld að gera?

Ég er á því að stjórnvöld eigi að gera eins lítið og mögulegt er. Þeim ber að sjá til þess að allir geti lifað sómasamlegu lífi, séu yfir fátækramörkum. Hvort lausnin sé borgaralaun, neikvæður tekjuskattur eða sterkt velferðarkerfi er spurning sem þarf að svara. En það er alveg á hreinu að það verður að koma í veg fyrir að einhverjir þjóðfélagshópar gleymist og sökkvi í fen fátæktar. Auðvitað þarf heilbrigðiskerfið að vera sterkt og aðgengilegt fyrir alla.

2014-07-31 at 14-57-38Við erum búin að virkja nóg. Ísland framleiðir langmest rafmagn á haus í heiminum. Megnið fer í stóriðju sem skilar litlu í þjóðarbúið. Ég get ekki séð ávinninginn í að virkja það sem eftir er, til að byggja fleiri álver. Það dæmi hefur ekki gengið upp, og er ekkert að fara að gera það. Stóriðja, í eðli sínu, eykur á ójöfnuð í samfélaginu, því til að byggja stórar verksmiðjur þarf fjársterka aðila sem skapa örfá láglaunastörf. Stóriðja er fín – og nauðsynleg – í hófi, en við erum löngu komin fram út öllu hófi.

Stjórnvöld eiga að takmarka atvinnurekstur og afskipti af atvinnulífinu eins og hægt er. Þeim ber að búa til umhverfi þar sem fyrirtæki geta vaxið og dafnað í eðlilegri og heiðarlegri samkeppni. Að sjá ráðherra taka í hendur á auðjöfrum er ekki til þess valdið að styrkja trúna á heiðarlegt viðskiptaumhverfi þar sem allir eiga jafna möguleika. Að þingmenn og ráðherrar vinni leynt og ljóst fyrir stórfyrirtæki, sendir kolvitlaus skilaboð út í þjóðfélagið.

Það segir sig sjálft að við þurfum að hlúa að sprotafyrirtækjum, frekar en auðhringum. Hugvitið er stærsta auðlindin sem við eigum, og hún endurnýjast með hverri kynslóð ef hlúð er að.

Það þarf að sjá til þess að fjármálageirinn skili eðlilegum hagnaði, ekki ofurhagnaði á kostnað þjóðarinnar. Hvort bankarnir séu ríkisreknir eða ekki er aukaatriði, á meðan þjóðin hefur val og er ekki blóðmjólkuð. Það er klikkun að vextir á húsnæðislánum á Íslandi sé 3-4x hærri en í nágrannalöndunum.

Þar fyrir utan þarf að sjá til þess að viðskitabankar og fjárfestingabankar verði aðskildir.

2014-07-31 at 17-30-18Eftir höfðinu dansa limirnir. Ef við höfum á tilfinningunni að stjórnvöld séu að fela eitthvað, að þau séu að stunda óheiðarleg viðskipti, að þau mismuni fólki eftir efni og aðstæðum, getum við ekki gert ráð fyrir að fólkið í landinu hugsi um þjóðarhag. Á meðan stjórnmálamenn virðast vera uppteknir við að maka eigin krók, má gera ráð fyrir að þjóðin hagi sér eins.

Ef við viljum ekki endurtaka 2008 með enn hrikalegri afleiðingum, þurfum við að hætta að láta eins og það sé 2007. Við þurfum að byggja upp réttlátara samfélag þar sem við skiptum öllu máli.

Því hamingjusöm þjóð í fallegu landi hlýtur að vera markmið okkar allra.

Borgaralaun

Borgaralaun

Undanfarið hef ég mikið verið að velta borgaralaunum fyrir mér. Hugmyndin er að allir fái skilyrðislausa grunnframfærslu frá ríkinu. Hvað uphæðin þyrfti að vera há þarf að skoða, en sennilega ekki undir 200.000 krónum á mánuði. Borgaralaunin þurfa að duga fyrir helstu nauðsynjum, en ekki meira. Ef fólk þarf meiri pening, vill komast í utanlandsferðir, kaupa nýrri bíl eða stærra hús, vinnur það með.

Stærsta spurningin er auðvitað hvernig á að fjármagna borgaralaun. Þeir sem mest hafa velt þessu fyrir sér mæla með að tekjuskattur hverfi alveg, en virðisaukaskattur verið hækkaður í 100%. Þetta á ekki að hafa áhrif á verðlag, þar sem allur falinn skattur sem nú er innifalinn í vöruverði hverfur. Auðlindir verða þjóðnýttar, eða skattlagðar þannig að þjóðin njóti góðs af. Velferðarkerfið, og allur kostnaður sem því fylgir,  hverfur. Öll vinna við eftirlit með velferðarkerfinu, skattsvikum og fleira verður óþörf, og þar sparast milljarðar. Þar sem eftirlit verður minna, eða ekkert, má gera ráð fyrir að einkalíf fólks verði betur varið.

Töluverð vinna þarf að fara í að hugsa kerfið upp á nýtt, ef við höfum áhuga á að skoða þessa leið. Það er þó vel þess virði, því kostirnir eru margir. Hér fyrir neðan eru nokkrir.

  • Fólk er fólk, ekki öryrkjar, ellilífeyrisþegar, atvinnulausir. Með því að útrýma stimplum, gefum við fólki tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið sem það þarf til að skapa sér tækifæri. Enginn er „aumingi“ eða annars flokks þegn.
  • Við getum hætt að setja milljarða í misheppnaðar tilraunir til að halda fólki á landsbyggðinni. Fólk er ekki háð atvinnutækifærum og hefur því möguleika á að búa hvar sem það vill. Það getur notfært sér lægra fasteignaverð utan höfuðborgarsvæðisins. Búseta mun jafnast sjálfkrafa.
  • Fátækt heyrir, að mestu leyti, sögunni til.
  • Fólk sem frekar vill skapa list og annað, hefur tækifæri til þess. Menning mun blómstra og almenn hamingja aukast.
  • Fólk sem velur að vinna fyrir vinnuveitanda gerir það af því það langar til þess og verður því ánægðara í vinnunni, sem þýðir betri afköst.
  • Þar sem atvinna er ekki nauðsyn, og fólk hefur efni á að neita vinnu, munu laun líklega hækka.
  • Flestir fátækratengdir glæpir munu hverfa, og þar með gera samfélagið öruggara.
  • Tilraunaverkefni með borgaralaun hafa sýnt að yfir 90% kjósa að vinna, annað hvort sjálfstætt eða í launaðri vinnu, og framleiðni eykst í samfélaginu.
  • Foreldrar hafa möguleika á að vinna minna og sinna börnunum betur, sem þýðir að framtíðarkynslóðir verða sennilega heilsteyptari og hamingjusamari.
  • Hamingjusamt fólk sem vinnur eins og því hentar er heilsuhraustara, og því sparast töluverðar fjáræðir í lyfjakostnaði og heilbrigðiskerfinu.

Það er erfitt að segja til um hvort borgaralaun séu raunhæf lausn eða ekki, en það er vel þess virði að skoða málið og reikna dæmið. Sérstaklega þegar haft er í huga að störfum mun fækka töluvert vegna tækniframfara á næstu árum. Fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í umræðunni er velkomið í hópinn á Facebook.

Íslendingana Heim

Íslendingana Heim

Það er gott mál ef Ísland er að ná til sín hátæknifyrirtækjum. Þjóðin er vel menntuð og á að geta verið brautryðjandi í flestu sem henni dettur í hug að taka sér fyrir hendur.

Fólksflótti eftir hrun getur þó sett strik í reikninginn. Fólk sem flytur að heiman virðist yfirleitt vera vel menntað, fólk sem kemst tiltölulega auðveldlega í góð störf í nágrannalöndunum. Þessu fólki þarf að ná til baka.

Ég hjó eftir þessu í fréttinni: „…meðal annars var Alvogen veittur frestur til þriggja ára á greiðslu gatnagerðargjöldum í Reykjavík.“

Væri það ekki hugmynd að gera svipað fyrir íslendinga sem vilja koma heim? Gefa fólki sem átt hefur lögheimili erlendis í fimm ár eða lengur skattaafslátt, fella niður gatnagerðagjöld eða eitthvað svipað fyrstu 1-3 árin?

Málið er nefninlega að þjóðin er verðmætasta auðlind okkar, og ef við látum það óafskipt að best menntaða fólkið fari úr landi og komi ekki aftur, erum við í vanda. Framsækin fyrirtæki með vel menntað fólk innanborðs er sennilega besta tekjulind sem til er.

Svo er það auðvitað bónus að fá fólk heim sem kynnst hefur öðrum samfélögum, því víðsýni hlýtur að vera af hinu góða.

Þessi færsla var upphaflega birt á Moggablogginu og þar er hægt að lesa athugasemdir við hana.

Væluskjóður!

Væluskjóður!

Skemmtanaiðnaðurinn hefur verið duglegur að barma sér og hágráta yfir því hvað heimurinn er vondur. Við erum öll þjófar, aumingjar sem viljum allt fyrir ekkert. Stelum öllu steini léttara, svo að tónlistarmenn þurfa að éta það sem úti frýs. Og þeir sjá það sem úti frýs, því þeir eru neyddir til að fara út á götu og glamra á gítarinn í frostinu með hor í nös, vonandi að vegfarendur hendi í þá tíkalli af og til. En við erum þjófar, svo líkurnar á því eru hverfandi. Listamenn eru dæmdir til að deyja úr kulda og hor í þakherbergi, einir og yfirgefnir.

Nú er heimurinn að taka upp ACTA lögin sem leyfa þessum fórnarlömbum þjófanna að fangelsa fólk fyrir að dánlóda myndum, tónlist og hverju sem hugsanlega var skapað af öðru fólki. Það er lögbrot að birta brot úr lagatextum í tölvupóstum og á bloggum. „Imagine no possessions, I wonder if you can“ Þar hafiði það. Það eru harðari viðurlög við því að ná sér í eitt lag á netinu án endurgjalds, en að nauðga 13 ára dóttur nágrannans. Hvaða skilaboð er verið að senda? Er heimurinn að verða algerlega sturlaður?

Svo heyrði ég dæmi um að aðstandendur hafi þurft að borga STEFi fyrir að mega góðfúslega spila lög eftir listamanninn látna. Hvert fara þeir peningar? Og ef ég er að klippa myndbönd sem ég tók sjálfur og þarf harðan disk, fer hluti verðsins til STEFs sem makarr fyrst krókinn sjálft og útdeilir afganginum á aumu listamennina sem ekkert höfðu með verkefnið mitt að gera.

theskyisrisingEn bíddu. Eru listamenn að fara á hausinn? Verður heimurinn tónlistarlaus innan skamms? Svarið virðist vera nei. Meiri tónlist er gefin út nú en nokkru sinni fyrr. Hagnaður er meiri en nokkru sinni. En samt á að taka okkur kverkataki og stinga í steininn. Ég hef ákveðið að verði ACTA að lögum, mun ég hætta að kaupa tónlist og kvikmyndir. Hér er athyglisverð mynd sem sýnir þróunina undanfarin ár. Smellið þar til lesanleg stærð fæst.

 

Þess má geta að ég hætti að næla mér í forrit þegar Apple setti upp App Store fyrir tölvur. Pages, sem er svipað og Word, kostar 16 evrur. Final Cut Pro, sem áður var 1000 evrur, kostar nú 240. Þetta er málið. Það tekur því ekki að stela þessum forritum, og salan eykst.

Athugasemdir af Moggablogginu

Ásgrímur Hartmannsson 4.2.2012 kl. 02:25

Megnið af „pirated“ stöffi var alltaf dreifingarvandamál.  Er enn.  Og það er eins og þeir séu ekkert allir að átta sig á því.

Jóhanna móðgar…

Jóhanna móðgar…

…húsnæðiseigendur landsins með þessum útúrsnúningum. Hvernig getur beinasta leiðin verið í gegn um Brussel, samninga sem enn þarf að klára, setja í þjóðaratkvæði (það á að kjósa um þetta, ekki satt?) og skrifa undir? Svo þarf að tala um þetta í þinginu og setja í framkvæmd.

Er ekki einfaldara að hósta upp frumvarpi og bera fyrir Alþingi? Málið gæti klárast fyrir vorið! Hvernig getur það verið flóknara?

Svo er eitt sem gleymist oft að nefna. Þó verðtryggingin sé ekki almennt notuð innan ESB, er hún langt í frá bönnuð. ESB aðild er því engin trygging fyrir því að þessari bölvun verði létt af landanaum.

 

Athugasemdir af Moggablogginu

Eggert Guðmundsson 2.2.2012 kl. 12:00

Er ekki ESA nýbúið að úrskurða að breytilegir vextir á neitandalánum eru í ólöglegir skv. löggjöf Evrópusambandsins og þar með EES.

Það þarf ekkert frumvarp til Alþingis. Alþingi er búið að samþykkja þessi lög.

Villi Asgeirsson 2.2.2012 kl. 12:01

Breytilegir vextir á húsnæðislánum eru mjög algengir hér í Hollandi, svo ég efast um það.

Villi Asgeirsson 2.2.2012 kl. 12:02

En verðtryggingin snýst ekki um vextina.

Villi Asgeirsson 2.2.2012 kl. 12:06

ESA hefur sennilega sagt að bannað væri að hækka höfuðstólinn, sem er svo augljóstmál að það ætti ekki að þurfa dómsmál til að skilja það. Þú tekur vissa upphæð að láni. Hvernig getu hún breyst, nema þú aukir við lánið eða borgir af því?

Sleggjan og Hvellurinn 2.2.2012 kl. 12:29

Vextir á krónuláni verður alltaf háir.

Krónan er hávaxtamynt. Skiptir ekki máli hvort að það sér verðtrygging á henni eða ekki.

Óskráður 2.2.2012 kl. 12:32

Þetta er meira en móðgun, þetta er kúgun.  “ Ef þið gangist ekki inn á ESB dilluna þá verður ekkert gert í verðtrygginarvítisvélinni“ Er það sem hún er í raun að hóta.

Jóhanna talar vitnanlega tungum tveim ekki síður en Steingrímur J.  Þetta sagði hún t.d. einu sinni;

„Stöðugleiki, lítil verðbólga og lengst af jákvæður viðskiptajöfnuður hefur ríkt hérlendis á síðustu misserum. Jafnframt sýna mörg fyrirtæki mikinn hagnað og greiða niður skuldir sínar.           Þessi umskipti í efnahags- og atvinnulífi má að langmestu leyti þakka launafólki, en afleiðing þess hefur bitnað á launafólki, með auknum skuldum þeirra og litlum launahækkunum. Allt þetta ætti nú að skapa forsendur til að afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna. “

http://www.althingi.is/johanna/greinar/safn/000017.shtml

Hafi þetta átt við 1996 þá á það ekki síður við nú!    En hvað hefur þá breytst?

Jú, Jóhanna!

Eða hvað?

Meinti hún kanski aldrei neitt. Fáum við ekkert nema lýðskurmara og ómerkinga inn á þing?

Eggert Guðmundsson 2.2.2012 kl. 14:39

Verðbætur eru ekkert annað en vextir. Það hefur verið ca. 2 % verðbólga í Danmörku í mörg ár, en þessi verðbólga þar hefur ekki áhrif á neytandalán s.s. húsnæðislán.

Sleggjan og Hvellurinn 2.2.2012 kl. 16:05

Rétt er það Eggert.

Villi Asgeirsson 2.2.2012 kl. 16:14

Verðbætur hækka höfuðstólinn. Það gera vextir ekki. Tvennt ólíkt.

Sleggjan og Hvellurinn 2.2.2012 kl. 16:30

Vextir leggjast gjarnan á höfuðstólinn þegar ekki er borgað af þeim.

Villi Asgeirsson 2.2.2012 kl. 16:49

Allskonar kostnaður bætist við þegar ekki er borgað af láninu, en það er allt önnur saga.

Ef þú ert með óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum, hækka og lækka afborganir eftir verðbólgu eða hverju sem notað er sem viðmið. Mánaðarlegar afborganir þyngjast og léttast. Höfuðstóllinn breytist þó ekki og lánið sjálft hækkar ekki.

Sleggjan og Hvellurinn 2.2.2012 kl. 17:04

Rétt er það.

Óskráður 2.2.2012 kl. 18:59

3 alvarlegir gallar á íslenska verðbótakerfinu. (sjálfsagt fleiri)

1. Hækkun vaxta bítur ekki sem skyldi sem veldur því að vextir verða of háir,miðað við það sem annars hefði þurft til að draga úr þenslu.

2. Þegar hagkerfið skreppur saman eins og við Hrunið, þá virðast vera forsenduskekkjur í viðmiðunargrunni verðtryggingarinnar sem valda því að samdrátturinn fellur á skuldara miklu fremur en fjármagnseiganda.Grein af sama meiði er að lán skuli hækka við verðhækkun úti í heimi.  Verðtryggingin er semsagt vitlaust útfærð.

3.   Verðtryggingin virðist stuðla að myndun bóluhagkerfis (rétt eins og of háir vextir). Líklega vegna þess að sparnaðurinn er verndaður með vísitölu sem virðist ekki vera í sambandi við raunhagkerfið (sjá t.d. 2) og svo að hún veldur of háum vöxtum (sjá 1)

Merkilegt er að þegar Íslendingar fóru að spara með aðstoð verðtryggingar þá fóru skuldirnar að aukast. Þversögn ekki satt?

 Villi Asgeirsson 2.2.2012 kl. 19:28

Takk fyrir gott innlegg, Bjarni. Það er hrikalegt að sjá tölurnar eftir 2004, í miðju góðærinu. Þarf að athuga hvað gerðist eftir 2008, þegar ég hef tíma.

Sleggjan og Hvellurinn 2.2.2012 kl. 23:26

Þessi bóla efitir 2004 skrifast skuldlaust á Framsóknarflokkinn og þeirra kosningarloforð.

Guðmundur Ásgeirsson 3.2.2012 kl. 05:03

Hér á afar merkileg umræða sér stað.

Er ekki ESA nýbúið að úrskurða að breytilegir vextir á neitandalánum eru í ólöglegir skv. löggjöf Evrópusambandsins og þar með EES.

— Lítum á íslensk lög um neytendalán:

7. gr. Heildarlántökukostnaður felur í sér allan kostnað af láninu, þar með talda vexti og önnur gjöld sem neytandi skal greiða af því…

8. gr. Þegar samningur er gerður skal lánveitandi gefa neytanda upplýsingar um kostnað þann sem frá er greint í 2.–6. tölul. 2. mgr. 7. gr. og jafnframt tilgreina hvenær slíkur kostnaður fellur á. Ef kostnaður er óþekktur skal lánveitandi, ef kostur er, veita neytanda upplýsingar um hvernig hann er reiknaður út eða áætla hver hann er.

10. gr. Árleg hlutfallstala kostnaðar er það vaxtaígildi sem jafnar núvirðið af greiðsluskuldbindingum lánveitanda annars vegar og neytanda hins vegar samkvæmt lánssamningi þeirra. Árlegri hlutfallstölu kostnaðar skal lýst sem árlegri prósentu af upphæð höfuðstóls lánsins. Hún skal reiknuð út í samræmi við stærðfræðilíkingu sem nánar skal mælt fyrir um í reglugerð er ráðherra setur.

— Hefur einhver séð íslenskan lánasamning frá því fyrir 2008 sem tilgreinir þessar forsendur í svona miklum smáatriðum? Ekki ég og þess vegna eru þeir ólöglegir.

12. gr. Ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skal reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans.
Þegar reiknuð er út árleg hlutfallstala kostnaðar skal gera ráð fyrir eftirfarandi:
1. Ef engin hámarksupphæð er tilgreind í lánssamningi skal hámarksupphæð láns, sem veitt er, teljast 150.000 kr.
2. Ef ekki er tilgreindur ákveðinn lánstími og ekki er unnt að ráða hann af samningi skal lánstími talinn eitt ár.
3. Ef í samningi er kveðið á um fleiri en einn greiðsludag skal ganga út frá endurgreiðslu á þeim tíma sem samningur kveður fyrst á um.

— Íslensk lán með verðtryggingu hafa einmit ótakmarkaða fjárhæð verðtryggingar, sem samkvæmt ofangreindri lagagrein er óheimilt. Hún útilokar þó ekki verðtryggingu svo lengi sem á henni er þak (sbr. kröfur Hagsmunasamtaka Heimilanna um þak á verðtryggingu!) en gallinn er sá að á íslenskum lánasamningum, allavega frá því fyrir 2008, er ekki tilgreint neitt hámark, sem þýðir að það er þá 150.000 kr. takk.

Verðtryggingarákvæðið eins og það er framkvæmt hjá bönkunum (sem stenst reyndar ekki heldur vaxtalög eins og er útskýrt neðar) felur í sér að í hverjum mánuði er veitt nýtt lán fyrir áföllnum ógreiddum verðbótum. Þetta viðbótarlán, sé hámark þess ekki heldur tilgreint, getur semsagt aldrei numið meira en 150.000 burtséð frá því þó lögin heimili almennt verðtryggingu. Samkvæmt því reiknilíkani sem bankarnir nota sjálfir við útreikning verðtryggðra lána er lántökukostnaður þessa viðbótarláns um 270.000 kr.

Ef þú ert með lán sem uppfyllir ekki ofangreind skilyrði laganna er því hámarksfjárhæð þess 150+150+270+270 = 840þús. kr. sé eingöngu litið til fjárhæðartakmarkana. Fleira kann að hafa áhrif, t.d. kunna vaxtaákvæði að víkja til hliðar eftir að íslenskir dómstólar fundu upp nýtt lagahugtak haustið 2010 sem kallast „órjúfanlegt samband milli vaxta og verðtryggingar“. Samkvæmt lögskýringum Hæstaréttar í gengistryggingardómnum má líta svo á að sé verðtrygging ólögleg þá hljóti vextirnir að vera það líka.

Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, 36. gr. c segir:

Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.

— Með öðrum orðum, geri neytandi kröfu um það skal samningurinn gilda án hinna ólögmætu skilmála verði hann efndur án þeirra. Þegar lánið er komið niður fyrir milljón má leiða að því líkur að ansi margir væru búnir að fá að ansi mikla lausn á sínum skuldavanda. En til þess þyrfti einungis að framfylgja íslenskum núgildandi lögum.

Heldur einhver að stjórnendur í evrulandi hafi brennandi áhuga á því? Sem eru nýbúin að skipa Ungverjum að fara ekki eftir lögum sem þingið þar samþykkti!

Krónan er hávaxtamynt. Skiptir ekki máli hvort að það sér verðtrygging á henni eða ekki.

Reyndar er hún „hávaxtamynt“ einmitt vegna verðtryggingar, sem hjálpar fjárfestum en refsar lánþegum. Í reikningsskilum fjármálafyrirtækja eru nefninlega verðbætur meðhöndlaðar eins og vaxtatekjur. Það er því rangt að tala um „hávaxtamynt“ en miklu nær að tala um „mynt sem tryggir fjárfesta fyrir vaxtatapi“.

Verðbætur eru ekkert annað en vextir.

Ójú það eru þær sko aldeilis. Þrátt fyrir áðurnefndar reikningsskilareglur leyfa reglur Seðlabankans bönkum jafnframt að færa verðbæturnar á höfuðstólinn líka. Þessar reglur eru reyndar ólöglegar líka en í skjóli þeirra horfa bankarnir engu að síður upp á eign sína stækka, og geta svo tekjufært bæði eignahækkunina, sem og afborgun verðbótanna þegar lánþeginn greiðir hana, jafnvel þó það séu sömu peningarnir. Já, fyrir hverja krónu sem þú borgar í verðbætur býr bankinn sér til eina í viðbót með þessari fölsun, sem er raunverulega sjálfvirk peningaprentun. Þetta er það sem færir Landsbanka Íslands núna álíka hagnað og Deutsche Bank, en það er allt saman á kostnað lántakandans, tvöfaldan nú vegna útþenslu peningamagns sem hefur fjórfaldast frá 2007.

Vextir leggjast gjarnan á höfuðstólinn þegar ekki er borgað af þeim.

Lög um vexti og verðtryggingu:

12. gr. Sé vaxtatímabil lengra en tólf mánuðir án þess að vextirnir séu greiddir skulu þeir lagðir við höfuðstól og nýir vextir reiknaðir af samanlagðri fjárhæð. Ekki skal bæta vöxtum við höfuðstól oftar en á tólf mánaða fresti, nema um sé að ræða innlánsreikninga lánastofnana.

— Það má sem sagt leggja vexti á höfuðstól, en eingöngu ef þeir eru komnir í 12 mánaða vanskil. Þetta á því aldrei við um lán með mánaðarlegum afborgunum, þó svo að bankarnir hafi kosið að beita þessu ákvæði við endurútreikninga gengistryggðra lána og sprengja þannig höfuðstólinn upp um allt að helming, en það er sem sagt líka ólöglegt. Verðbætur er svo aftur á móti ekki undir neinum kringumstæðum leyfilegt að höfuðstólsfæra.

13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar.

— Það má verðtryggja greiðslurnar af láninu og það er tæmandi form verðtryggingar sem heimild er fyrir í lögunum. Þau leyfa hinsvegar ekki verðhækkun höfuðstóls. Sú framkvæmd er upprunin í úreltum reglum Seðlabankans um verðtryggingu sem eiga sér enga lagastoð eftir að Seðlabankalögum var breytt löngu fyrir aldamót. Með öðrum orðum þá er höfuðstólshækkun verðtryggðra lána ólögleg og hefur verið það lengi. Lög um neytendalán sem hafa verið í gildi í tvo áratugi og náð til húsnæðislána í meira en áratug, myndu líka setja miklar takmarkanir á möguleika til innheimtu stökkbreyttra verðbóta.

Það er að segja ef þessum lögum væri nú bara framfylgt. Og þó við gengjum í ESB myndi það engu breyta því það eru samt alltaf íslensk stjórnvöld sem framfylgja þessum lögum innanlands, eða alls ekki eins og í þessu tilfelli. Hafi einhver haldið að innleiðing fleiri slíkra reglna sem aldrei stendur til að virða, muni breyta einhverju um ribbaldahátt og svívirðilegt framferði löglausra stjórnvalda, þá er rétt að benda viðkomandi á að slá hausnum við vegg og telja endurtekningarnar þangað til sársaukinn hverfur.

Guðmundur Ásgeirsson 3.2.2012 kl. 05:51

Hafi einhver enn haldið að til standi í raun og veru að leiðrétta skuldavanda heimilanna með inngöngu í ESB, er enn fremur rétt að benda á nýútkomna árlega skýrslu um efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda sem er liður í aðildarferlinu:

ICELAND PRE-ACCESSION ECONOMIC PROGRAMME 2012

Í skýrslunni er ekki minnst stöku orði á skuldavanda heimilanna. Þar er þvert á móti tilgreindur 1,6 milljarða hagnaður Íbúðalánasjóðs vegna endurmats eigna sem höfðu áður verið færðar á varrúðarreikning. Með öðrum orðum eru skilaboðin þau að svo vel gangi að innheimta, að miklu minna verði niðurfært en talið var í fyrstu. Með öðrum orðum þá gengur afskaplega vel að færa ekki niður skuldir heimilanna.

I rest my case.

Sleggjan og Hvellurinn 3.2.2012 kl. 10:00

Það hefur enginn haldið því fram að við inngöngu í ESB þá afskrifast skuldir.

En hinsvegar fáum við evrulán á lægri vöxtum og engin verðtrygging.

Getum tekið evrulán og greitt upp vertryggða krónulánið og lifað sómasamlegu lífi.

Villi Asgeirsson 3.2.2012 kl. 10:21

Þetta inn í ESB, evrulán, allir happí er draumsýn. Þetta mun taka einhver ár og þá er ekki 40% heimila með neikvætt eignarhald, heldur eitthvað mikið meira.

Verðtryggingin er brennandi hús. Það verður að gera eitthvað í því núna. Ekki eftir fimm ár. Ef kviknar í húsinu, fer fólk ekki spá í rólegheitum hvort ekki sé hægt að fá brunabíl lánaðan hjá einhverjum eftir viku. Maður notar það sem til er og slekkur í.

Það þarf að taka verðtrygginguna af strax. Ekki fara krókaleiðir. Fólk er að drukkna núna. Það verður allt dautt þegar þessi ESB patent lausn verður tilbúin.

Sleggjan og Hvellurinn 3.2.2012 kl. 10:25

Afnám verðtryggingarinnar afnemur ekki háa vexti. Því er vandséð að vita hvað sú aðferð skilar nákvæmlega. Svo hafa bankarnir byrjað að lána í óverðtryggðu og frumvarp í gangi sem lætur IBL gera það sama.

En að sjálfsöðu á að líta til lengri tíma. Ef eitthvað næst ekki strax þá á bara að sleppa því?

Það er 2007 hugsunarháttur. Hefuru ekkert lært af hruninu?

Villi Asgeirsson 3.2.2012 kl. 11:02

„Ef eitthvað næst ekki strax þá á bara að sleppa því?“ Ef húsið brennur, á þá að setja málið í nefnd og ræða hvað skal gera? Nei, það verður að slökkva eldinn. Núna. Ég er ekki að tala um að sleppa neinu. Ég er að tala um að þetta mál geti ekki beðið.

Semjirðu um lán með breytilega vexti, veistu hvað þú ert að fara útí. Þú veist líka að lánið sjálft muni ekki hækka. Hér í útlandinu geturðu valið um húsnæðislán með föstum eða breytilegum vöxtum. Föstu eru yfirleitt aðeins hærri, en þú veist nákvæmlega hvað þú borgar mánaðarlega næstu 5-10 ár.

Sleggjan og Hvellurinn 3.2.2012 kl. 12:15

Í runinni veistu ekki hvað þú ert að fara útí með breytilega vexti. Þeir geta hækkað uppúr öllu valdi þegar endurskoðun verður

T.d óverðtryggðu lánin sem eru veitt í dag af bönkunum. Þar er endurskoðun á vöxtum eftir fimm ár. Þú hefur ekki hugmynd um hvað gerist. Þessvegna veistu ekkert hvað þú ert að fara útí.

En vissulega ertu stöðugur í þessi fimm ár fram að endurskoðuninni. En er það nóg?

Óskráður 3.2.2012 kl. 13:06

Ef efnahagsstjórnin er í lagi, þá er verðbólga í lágmarki  og vextir hóflegir. Ef hún er ekki í lagi þá freistast menn til að grípa til óvandaðra meðala svo sem verðtryggingar og of hárra vaxta nú eða peningaprentunar.      Það á að setja fjármálakerfi og stjórnvöldum skorður, umhugsunarvert á tímum stjórnarskrárbreytinga.  Banna hærri vexti en t.d. 3%. Afnema verðtryggingu. Koma líka í veg fyrir að kveikt sé á peningaprentunarvélunum af minsta tilefni.     Launþegar hafa staðið við sitt síðan í þjóðarsáttinni en stjórnvöld og fjármagnskerfið hafa gengið á lagið og níðst á traustinu.

8. áratugurinn einkendist af mikilli verðbólgu þar sem sparnaður brann upp og óhagkvæmar fjárfestingar virtust borga sig. Bankarnir alltaf á hausnum.  EN sbr. línurit að ofan, þjóðarskuldirnar voru í jafnvægi.  Gamla vonda aðferðin var sumsé betri þrátt fyrir allt en sú nýja ómögulega!

Sigurður Nordal skrifaði einu sinni söguna „Ferðin sem aldrei var farin“ um mann sem undirbjó sig undir sendiför sem hann fór svo aldrei, en áttaði sig á því að undirbúningurinn var aðalatriðið.   Þetta er eins með ESB.  Einhvern tíman var talað um Mastricht skilyrði (sem víst fæst lönd innan ESB standast) sem undirbúning undir inngöngu í ESB. Þessi skilyrði snérust í raun um ábyrga efnahagsstjórn. EF við næðum þeim „standard“ þá þurfum við ekki í ESB til að lagfæra það sem miður fer. Ef ekki þá fáum við ekki inngöngu (eða ættum ekki að fá) Enda er það að koma í ljós að ríki innan ESB geta verið með allt niður um sig í efnahagsstjórninni.    ESB leiðangurinn er því miður orðinn að villuljósi sem dregur athyglina frá efnahagsstjórninni hér heima og ekki síst, jöfnun byrðanna.

Guðmundur Ásgeirsson 3.2.2012 kl. 13:52

Það hefur enginn haldið því fram að við inngöngu í ESB þá afskrifast skuldir.

Gengur ekki allur áróður ykkar ESB-sinna um þessar mundir út á að reyna að telja fólki trú um að innganga í ESB sé einmitt lausnin við skuldavanda heimilanna? Þú varpaðir sjálfur fram þeirri spurningu nýlega hvers vegna Hagsmunasamtök Heimilanna væru ekki að berjast fyrir einmitt þessu? Þú veist að ein af kröfum HH er leiðrétting stökkbreyttralána. og ert þar af leiðandi núna búinn að tala sjálfan þig í kross.

En hinsvegar fáum við evrulán á lægri vöxtum og engin verðtrygging.

Þetta er farið að einkennast af rökþroti. Útskýrðu hvernig þetta lagar skuldavanda þeirra heimila sem hafa orðið fyrir 30-40% hækkun á höfuðstól vegna verðtryggingar frá 1.1.2008. Svarið er auðvitað að það gerir það ekki.

Getum tekið evrulán og greitt upp vertryggða krónulánið og lifað sómasamlegu lífi.

Bankarnir hafa að undanförnu verið að endurreikna áður gengistryggð lán yfir í 5,4% vexti, og hafa verið að bjóða 6,2-6,5% vexti. Miðað við verðbólgustig eru þetta neikvæðir raunvextir. Við þurftum ekki að fara í ESB til að fá þennan valkost. Vissulega er verðbólgan há, enda er næst á dagskránni að afnema hana. Við þurfum ekki heldur að fara í ESB til þess heldur þvert á móti. Ef Seðlabankinn myndi hætta að dæla út peningum (hefur tvöfaldað magn í umferð eftir hrun) og halda þeim frekar að sér þá myndi eiga sér stað verðhjöðnun, sem myndi um leið lækka höfuðstóla verðtryggðu lánanna. Hvers vegna ekki er búið að gera þetta nú þegar verðurðu að spyrja Má Guðmundsson að en ekki ESB.

En vissulega ertu stöðugur í þessi fimm ár fram að endurskoðuninni. En er það nóg?

Þegar verðbólgan er föst líka eins og hún á að vera (sjá hér að ofan) þá þarf það heldur ekki. Þegar verðbólga er stöðug þá þurfa lánveitendur ekkert að breyta vöxtum frá því sem var samið um við lántöku því forsendur eru þá þær sömu. Þannig er forsenda lengri fastvaxtatímabils eða lægri breytilegra vaxta, að afnema veðbólguna eins og áður sagði og við getum betur gert sjálf en með afskiptum ESB.

Trúir einhver í alvöru að ESB muni laga skuldavanda heimilanna?

Svona líkt og það er að laga skuldavanda þeirra aðildarríkja sem fyrir eru? (EKKI!)

Nei svona í alvöru talað, hversu auðtrúa er eiginlega hægt að vera…

Sleggjan og Hvellurinn 3.2.2012 kl. 14:41

Innganga í ESB er lausn að því leyti að vextir lækka. Ég er ekki að tala um afskrift.

Það er bara staðreynd að verðbólgan er ekki stöðug og hefur aldrei verið hér á Íslandi.

Villi Asgeirsson 3.2.2012 kl. 16:35

Hún er það heldur ekki í ESB. Hér er allt löngu komið upp í sömu tölu og fyrir evruna. Verð hafa tvöfaldast á 10 árum.

Sleggjan og Hvellurinn 3.2.2012 kl. 16:56

Hefuru skoðað samanburð á verðbólgu á evrusvæðinu og svo Íslandi?   segjum t.d seinustu 10ár?

Guðmundur Ásgeirsson 3.2.2012 kl. 21:23

Hér má sjá samanburðartöflur evrópsku hagstofunnar:

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&language=en&pcode=tsieb060&tableSelection=1&footnotes=yes&labeling=labels&plugin=1

Þar má sjá að 2003-2005 var verðbólga á Íslandi með því lægsta í álfunni, var meira að segja lægri en í Þýskalandi 2005. En eftir það gerðist svo eitthvað í íslenska hagkerfinu sem kemur einnig fram á öðrum línuritum sem sýna þróun hagstæðra á borð við útþenslu bankakerfisins og þar með peningamagns sem er verðbólguvaldur. Á þessum tíma gerðist ýmislegt sem kann að skýra þessa þróun: nýlega einkavæddir bankar hófu að skipta eldri og ábyrgari stjórnendum út fyrir yngri og áhættusæknari menn, nýir fjárfestingarbankar spruttu upp eins og gorkúlur, hámark húsnæðislána var fært upp í 90% sem olli eignaverðsbólu, háir vextir dróu mikið spákaupmennskufjármagn inn í landið og bankarnir spiluðu með og beittu allskyns svikafroðubrellum sem víða hafa verið skjalfestar, til að þenja sig enn meira út og borga stjórunum feita bónusa, sem samkvæmt núverandi seðlabankastjóra er líka verðbólguhvetjandi (fyrir alla nema hann sjálfan reyndar).

Já og svo var auðvitað innbyggð verðtrygging í kerfinu, sem eins og er líst hér í fyrri athugasemd virkar í reynd sem peningaprentvél og það er líka verðbólguhvetjandið og átti síðar eftir að valda samverkun við gengiskörfurnar þegar verðbólgan byrjaði að rýra gjaldmiðilinn (krónuna). Afnemum hana líka og þá lagast mikið.

Ef við bara sleppum því að gera alla þessa augljóslega verðbólguhvetjandi hluti þá skyldi þó aldrei vera að ástandið myndi skána í líkingu við það sem var fyrir 2005? Hver segir að við þurfum áhættusækna fjárfestingarbanka eða spákaupmennsku? Nú eru einmitt uppi hugmyndir innan stjórnkerfisins að stemma stigu við slíku með gjaldeyrisskatti og aðskilnaði viðskiptabanka frá braskfyrirtækjum. Þetta er að sjálfsögðu seint í rassinn gripið en þó betra seint en aldrei ef við eigum að geta lifað hér við stöðugra bankakerfi, alveg óháð því hvaða gjaldmiðil það notar sem uppgjörseiningu.

Með því sem ég hef ég talið hér upp eru ótal atriði sem má huga að til efla efnahagslegan stöðugleika þannig að við getum rekið sjálfstætt og blómlegt efnahagslíf og þurfum ekki að vera öðrum þjóðum og hagsveiflum þeirra háð. Þannig er útrýmt þeirri rökleysu að við þurfum eitthvað frekar að afsala gjaldmiðilsvaldinu til að eiga von um betri tíð.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson 3.2.2012 kl. 21:24

Afnemum hana líka og þá lagast mikið.

Og þar á ég auðvitað við verðtrygginguna svo það misskiljist ekkert.

Óskráður 3.2.2012 kl. 21:28

2003 til 2005 var bara svikalogn. Stöðugleiki keyptur með lántökum. (sjá línurit).

Vissulega tók svo lokastig hins efnahagslega alnæmis við eftir það, en sjúkdómurinn var kominn á fulla ferð löngu fyrr.

Sleggjan og Hvellurinn 4.2.2012 kl. 01:51

Guðmundur.

Viðurkennir þú ekki að krónan sé óheppilegur gjaldmiðill til langstíma. Í ljósi þess að hagstjórnin mun aldrei ná tökum á aðhaldi og skynsemi?

Villi Asgeirsson 4.2.2012 kl. 04:41

Ég er ekki með neinar verðbólgutölur, enda var hún falin. Verð hækkuðu strax eftir upptöku evrunnar. Virkaði svipað og þegar nýkrónan var tekin upp 20 árum áður á Íslandi. Fólk hér í Hollandi var að bera evruverðin saman við gyllinaverðin og sá hækkun um allt að 50% á fyrstu 2-3 árunum.

Það var ESB jafn mikið kappsmál þá og nú að sýna að evran væri að virka, og þeir náðu einhvernvegin að fela verðbólguna. Kannski mér fróðari menn geti skýrt út hvernig það gerist.

Sleggjan og Hvellurinn 4.2.2012 kl. 12:44

Villi.

Þú ert að segja að verslunin reyndi að græða á verðskyn brenglun almennings við evru upptöku. Vissuelga voru einhverjir sem notfærðu sig þetta. En til langstíma jafnast þetta út. Virk samkeppni er lykilinn.

50% verðbólga er nátturulega þvæla Villi. Við hljótum að geta verið sammála um það. Svo er ekki hægt að falsa verðbólgu. Það er nú bara þannig.

Villi Asgeirsson 4.2.2012 kl. 13:05

Skoðaðu verðbólgutölur og svo þetta. Hluti úr grein til hollenska þingsins 2003. Kallaðu það svo hvað sem þú vilt.

— „De prijzen zijn in de afgelopen vijf jaar spectaculair gestegen. Dat blijkt uit een onderzoek van HP/De Tijd. Het opinieblad vergeleek aan de hand van kassabonnen uit 1998, 2000 en 2003 de prijzen van honderd producten en diensten. De gemiddelde prijsstijging bedroeg liefst 49 procent.“

Ísl. Verðlag hefur hækkað verulega á síðustu fimm árum, samkvæmt rannsókn HP / De Tijd (dagblað í Hollandi). Blaðið bar saman kassakvittanir frá árunum 1998, 2000 og 2003. Verð á hundrað vörum og þjónustu hafði hækkað um 49 prósent. —

Þetta kom ekki fram í verðbólgu, eftir því sem ég best veit.

Sleggjan og Hvellurinn 4.2.2012 kl. 13:34

Að einhver fjölmiðlamaður geymir kvittanir í rassvasanum er engin sönnun.

Þetta var líklega ein búð sem skipti um eigendur og nýji eigandinn vildi græða meira.

Hagstofa í hverju landi notast við viðurkenndar aðferðir að mæla verðbólgu. Marktækar aðferðir.

Villi Asgeirsson 4.2.2012 kl. 13:59

Nei, Sleggja eða Hvellur. Þetta var ekki ein búð. Þú ert að snúa útúr, skilur ekki eða vilt ekki skilja. Allt verðlag fór upp. Og ef kassakvittanir eru ekki sönnun, hvað er það þá?

Sleggjan og Hvellurinn 4.2.2012 kl. 14:38

Maður á að mæa verðbólgu með viðurkenndum aðferðum. Sem eru marktækar.

Kassakvittanir eru sönnun þess að verðlag í búð þar sem kassakvittunin kemur hefur hækkað. Kassakvittun sannar ekki meira en það.

Til að mæla verðbólgu er notuð önnur aðferð. Sem er viðurkennd. Alltaðar í heiminum.

Villi Asgeirsson 4.2.2012 kl. 20:53

Það skiptir því ekki máli að vöruverð fari hækkandi, á meðan „viðurkennd“ verðbólga er í lagi? Bull er þetta. Verðlag hækkaði ekki í einni búð. Verðlag hækkaði almennt, húsnæðisverð tvöfaldaðist fram undir 2009. Það var orðið svo hátt að venjulegt fólk gat ekki eignast húsnæði og bankarnir leyfðu foreldrum að veðsetja nær skuldlausar eignir til að fjármagna heimili ungs fólks.

Þetta er veruleikinn hér í Hollandi. Ég ætti að vita það, hafandi búið hér í 15 ár, Hagfræðingar geta fiffað tölur eins og stjórnvöld biðja þá um, en raunveruleikinn fer ekki alltaf eftir því hvað stjórnmálamenn vilja.

Sleggjan og Hvellurinn 5.2.2012 kl. 01:13

Var ég að segja að raunveruleikinnn fari eftir því hvað stjórnmálamenn vilja?

Því fer fjarri.

Þú ert að segja að matvörur hækka. Það er bara einn þáttur í verðbólgunni.

Og ég veit ekki betur en húsnæðið hefur tvöfaldast hér á Íslandi líka.

Villi Asgeirsson 5.2.2012 kl. 10:16

Jújú, rétt er það með húsnæðið. En þú vilt halda að allt verði betra ef við göngum í ESB. Ég er einfaldlega að segja að það sé ekki þannig. ESB er ekki svarið við vandamálunum sem Ísland er að glíma við. Lífið er ekkert verra í ESB, en það er ekkert betra heldur. Það er öðruvísi. Það sem ég er að segja að við þurfum sjálf að leysa heimatilbúin vandamál. Ekki gefast upp og segja að pabbi reddi þessu.

Það lýsir voðalega lítilli trú á íslendinga að halda því fram að við getum ekki leyst okkar mál sjálf. Eftir ár verða kosningar. Er ekki málið að kjósa þá fólk sem ber hag almennings fyrir brjósti, koma okkar málum í lag og skoða svo hvað ESB geti gert fyrir okkur? Fyrir hrun var stóriðjan patentlausnin. Nú er það ESB. Um leið og við skiljum að það eru engar patent lausnir, getum við tekist á við hlutina. Ekki fyrr.

Spurning um spillingu?

Spurning um spillingu?

Ein spurning brennur á mér. Í stjórn félagsins Greið Leið ehf situr Kristján nokkur Möller. Hann er þingmaður og mun því væntanlega fá að greiða atkvæði um það hvort skattpeningar verða notaðir í þetta verkefni. Hann situr því beggja megin borðsins. Hvernig getur þetta mál flækst um alla fjölmiðla landsins, þing og nefndir, án þess að nokkur geri athugasemd við það? Er þetta ekki gamla Ísland, spillingarlandið í hnotskurn?

Það er lítil hætta á öðru en að hann muni sitja áfram eftir kosningar og greiða atkvæði um þetta mál, því þetta er kjördæmapot af verstu gerð.

Svo eru aðrar spurningar eins og, hvernig á þetta að standa undir sér? Ef þetta er arðbært, af hverju fer ekki einhver einkaaðili í þetta, í stað þess að ríkið sé að eyrnamerkja pening sem það á ekki?

En aðal spurningin er, höfum við ekkert lært? Ætlum við að leyfa þingmönnum að vaða um allt á skítugum skónum? Er ekki kominn tími á lög sem banna þingmönnum að vera í viðskiptum, til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra?

Upphaflega birt á Moggablogginu.

Er einhver áhugi á uppgjöri?

Er einhver áhugi á uppgjöri?

Það er þá komið á hreint. Meirihluti þingheims hefur ekki áhuga á að gera upp hrunið. Það er rausað um að ljótt sé að kenna einum manni um það sem miður fór. Ég get ekki séð að nokkur maður sé að gera það. Málið snýst alls ekki um Geir H. Haarde.

Fleiri tóku þátt í fylleríinu. Auðmenn, bankamenn, útrásarvíkingar, stjórnmálamenn. Hrunið byrjaði um svipað leyti og uppsveiflan. Bankar voru seldir vinum fyrir lánsfé úr hinum bönkunum. Viðskiptalífið sveik, svindlaði og stakk undan á meðan embættismenn horfðu í hina áttina, fullir á freyðivíni í boði útrásarinnar. Geir var ekki einn um að gera ekkert. Allt kerfið var sjúkt.

Kosið var um hvort lögsækja ætti fjóra þingmenn. Á endanum var einn valinn, Geir H. Haarde, fjármálaráðherra 1998-2005 og forsætisráðherra til 2009. Það var fullkomið pólitískt klúður að sleppa hinum þremur, en það gerir Geir ekki stikkfrí. Ekki frekar en maður sleppti einum af því hinir þrír sem tóku þátt í ráninu (nauðguninni eða hvaða glæp sem framinn hefði verið) komust undan á hlaupum. Geir var í hringiðunni sem fjármála- og forsætisráðherra og hlýtur að bera einhverja ábyrgð. Hversu mikil hún er, veit maður ekki og það kemur ekki í ljós ef málið verður látið niður falla.

Hlutverk Landsdóms er ekki að hengja Geir. Ég hef engan sérstakan áhuga á að sjá hann í litlum klefa á Litla Hrauni. Efast um að margir hafi áhuga á því. Það sem ég vil sjá er uppgjör á áratugnum fyrir fall bankanna. Opið, hreinskilið og ýtarlegt. Það varð alsherjarhrun og við sjáum ekki fyrir endann á afleiðingunum. Ef við ræðum ekki málin, veltum steinum og skoðum ormana sem leynast undir þeim, komumst við aldrei upp úr þessu kviksyndi. Þjóðin á það skilið að vita hvað gekk á. Vita hvaða reikninga hún er að borga og af hverju.

Það er gott að halda til haga hvaða þingmenn kusu um málið og hvernig. Gæti hjálpað í næstu kosningum. Ég veit að enginn í „nei“ hópnum fær mitt atkvæði.

já:

Arna Lára Jónsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Guðmundur Steingrímsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigurðardóttir, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús M. Norðdahl, Magnús Orri Schram, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Róbert Marshall, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman

nei:

Atli Gíslason, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Kristján L. Möller, Lilja Mósesdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson

fjarvist:

Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson

fjarverandi:

Björgvin G. Sigurðsson 

Birt vegna þessarar fréttar.

Athugasemdir af Moggablogginu:

Villi Asgeirsson 20.1.2012 kl. 23:25

Athyglisverð frétt. Listi yfir vitni.

http://www.visir.is/thungavigtarfolk-a-vitnalista-i-landsdomsmalinu/article/2011110519456

hilmar jónsson 20.1.2012 kl. 23:41

Vægast sagt athyglisvert Villi og skýrir margt.

Villi Asgeirsson 20.1.2012 kl. 23:45

Allir á vitnalistanum sögðu nei. Merkilegt.

hilmar jónsson 21.1.2012 kl. 00:16

Já mjööög merkilegt….

Óskráður (this is fake) 21.1.2012 kl. 00:17

Það er að koma betur og betur í ljós að ALLIR stjórnmálaflokkar hafa þegið styrki (MÚTUR) í gegnum tíðaina og eru allir jafn samsekir. Við horfum upp á toppinn á ísjakanum þegar Sjálfstæðismenn þurftu að skila sínum styrk (MÚTUM)  frá Fl-group. Nú er komið  að því að þeir félagar snúi bökum saman og passi upp á hvorn annan að ekkert ljótt falli a´þeirrra hvítflibba. Samsærið í hnotskurn í boði Alþingis gegn vægu verði.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir 21.1.2012 kl. 00:27

Góður pistill Villi !

Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 08:24

Mér sýnist að Hreyfingin ein hafi greitt atkvæði á móti tillögunni. Eitthvað sem gott er að muna í næstu kosningum.

Agla 21.1.2012 kl. 12:10

Að þingsumræðu lokinni verður væntanlega naumur meirihluti þingmanna meðfylgjandi tillögu Bjarna Benediktssonar um  að ákæran á hendur fyrrverandi forsætisráðherra (Geir Haarde) verði afturkölluð.

Trúlega hefur meðferð Alþingis á þessu „vandræðamáli“ verið lögum samkvæm frá upphafi.  Hver skyldi þá verða staða fyrrverandi forsætisráðherra lögum samkvæmt?      Gæti hann  t.d. krafist bóta  fyrir mannorðstjón og kostnað sem fylgt hefur undirbúningi tengdum  fyrirhugaðri vörn sinni við ákærunni sem samþykkt var af Alþingi upprunalega?

Þorsteinn Siglaugsson 21.1.2012 kl. 12:13

Það hafa margir áhuga á uppgjöri á áratugnum fyrir fall bankanna. Málið gegni Geir verður aldrei slíkt uppgjör enda snýst það aðeins um hvað var gert eða ekki gert rétt áður en bankarnir féllu. Málið er í rauninni smjörklípa þar sem athyglinni er beint frá því sem máli skiptir að einhverju sem engu skiptir.

Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 12:21

Agla, þetta er sennilega allt fullkomlega löglegt, en jafn siðlaust fyrir því.

Þorsteinn, ég get ekki ímyndað mér að vitnisburður allra ráðherra fyrri stjórnar og fleiri áhrifamanna hafi engin áhrif á uppgjörið, komi það nokkurntíma. Þetta er að dreyfa athyglinni einöngu vegna þess að það er tekið upp aftur. Þingið var búið að afgriða þetta og hefði átt að gefa landsdómi vinnufrið.

Þessu máli var klúðrað af Samfó. Ef eitthvað vítavert gerðist þar, er ekkert því til fyrirstöðu að setja upp mini-rannsóknarnefnd og skoða það.

Óskráður (this is fake) 21.1.2012 kl. 12:43

Eftir að hafa hlustað á þáttinn Í vikulokin á Rás 1 í morgun kemst maður betur að þeirri niðurstöðu að þingmenn hafa engan áhuga á niðurstöðu og vilja einfaldlega drepa málið niður. Hin mæta þingkona Guðfríður Lilja talaði um að koma á Sannleiksnefnd, en einni nefndinni, til að fá einhverja niðurstöðu.

Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 12:49

Hvernig kom Margrét út? Skilst hún hafi verið þarna líka.

En nefndir. Nefndir. Fleiri nefndir. Mikið væri gaman ef þingmenn töluðu bara hreint út og kysu um málin í staðinn fyrir að þvæla öllum málum milli nefnda. Ég skil ekki að kerfið þurfi að vera svona þungt í þessu litla samfélagi.

Agla 21.1.2012 kl. 13:16

Ef þetta „ferli“ er allt lögum samkvæmt á þá ekki aumingja Geir Haarde rétt á upphefð æru sinnar og alls konar bótagreiðslum?

Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 13:18

Jú, eflaust. Breytir engu. Við virðumst geta borgað allt sem einhverjum dettur í hug að láta okkur borga.

Agla 21.1.2012 kl. 13:25

Kannski hefði ég betur sagt „Ef þetta „ferli“ er allt lögum samkvæmt á þá aumingja Geir Haarde engan rétt á upphefð æru sinnar og alls konar bótagreiðslum???

Óskráður (thin) 21.1.2012 kl. 13:29

Sæll. Margrét stóð sig vel og kom sínum málum vel fram. Aftur á móti þá finnst mér Guðfríður Lilja dottin ofan í sama pyttinn og þorri þingmanna að vilja gera ekki neitt.  Nákvæmlega eins og þú segir setja allt í nenfdir.

Í þættinum var komið inn á Saltmálið vinsæla og vildu bæði Guðfríður Lilja og Guðlaugur Þór að rýna í hvað gerst hafi áður en gert er eitthvað meira. En það á ekki að draga neinn til ábyrgðar frekar en venjulega. Af hverju? Jú skv. því sem Margrét Tryggvadóttir sagði þá eru um helmingur yfirmanna stofnana pólitískt ráðnir í gegnum sína flokka. Og að sjálfsögðu þarf að hlífa þeim greyjum

 

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube