Stóra Samhengið: Af Flugvöllum, Spítölum og Komugjöldum

Stóra Samhengið: Af Flugvöllum, Spítölum og Komugjöldum

Einhvern tíma viðraði ég hugmynd um að stokka upp nýtingu húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Alþingishúsið yrði safn, enda staðsetningin fullkomin og húsið sjálft sögufrægt. Alþingi myndi þá flytjast í gamla Landspítalann við Hringbraut. Byggingin er töluvert stærri en núverandi þinghús og gefur möguleika á að hafa alla starfsemina undir einu þaki. Húsið er glæsilegt og myndi hæfa æðstu stofnun þjóðarinnar. Landsspítalinn myndi fara á Vífilsstaði, þar sem gamla byggingin nýttist, en nýtt hátæknisjúkrahús yrði byggt við. Vífilsstaðir eru mun meira miðsvæðis og…

Read More Read More

Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn

Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn

Tækniframfarir og niðurskurður eru tvö orð sem eru alltaf í umræðunni. Tækninni fleygir fram. Við erum sítengd. Úrið getur mælt hjartslátt og blóðþrýsting, og látið vita ef eitthvað er ekki í lagi. Ég get lesið The Sydney Morning Herald um leið og það kemur út, þótt það sé gefið út hinumegin á hnettinum. Síminn minn er öflugri en tölvan sem ég átti um aldamót. Tækniframfarir eru hraðar og þær hafa gjörbreytt lífi okkar. Niðurskurður er hitt orðið sem við heyrum á hverju ári….

Read More Read More

Vilja Píratar breyta fánanum?

Vilja Píratar breyta fánanum?

Eftirfarandi var sett inn á Pírataspjallið í kvöld. Viljið þið leggja niður íslenska þjóðfánann vegna þess að kross er megininntak hans? Viljið leggja niður íslenska þjóðsönginn vegna þess að megininntak hans er lofsöngur til Guðs og Íslands? Viljið þið leggja niður forsetaembættið, það eina sem þjóðin kýs beint. Viljið þið eyðileggja það sem forfeður og mæður stóðu fyrir í nafni fjölmenningar og eyða menningargildum þjóðar okkar? Fátt eitt spurt en fleira á eftir að koma. Svörin eru einföld og ekki…

Read More Read More

Prince

Prince

Skrítinn dagur. Byrjaði á að ég fór í heimsókn til kunningja míns því hann vildi endilega sjá Epiphone Les Paul gítarinn sem ég var að kaupa. Ég fékk að taka í gítarana hans. Fender Tele relic, Gilmour Strat, Gibson LP og ES-335. Allt tengt við Fender Twin. Fór svo í vinnuna. Er að vinna á flugvelli og var að plana hvernig flugvél yrði hlaðin. Þetta var Airbus A319 og ég sagði við fallegu stelpuna í flugfreyjubúningnum að ég hugsaði alltaf…

Read More Read More

Samsæriskenning

Samsæriskenning

Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti í 20 ár. Hann sagðist vera hættur og 15 manns buðu sig fram. Hann hætti við að hætta (aftur) og fór fram. Enginn bauð sig fram gegn sitjandi forseta, sitjandi forseti fór fram gegn öðrum. Kannski gegn þjóðinni. Hann ber fyrir sig óstöðugleika í þjóðfélaginu. Hann virðist ekki fatta að þetta er Ísland og óstöðugleiki hefur alltaf verið fyrir hendi. Óstöðugleikinn minnkaði ekkert við það að hann varð forseti. Síðustu 20 ár hafa verið rússibani þenslu…

Read More Read More

Bessastöðum, 18. apríl 2016, klukkan 16:15

Bessastöðum, 18. apríl 2016, klukkan 16:15

Góðir íslendingar, Það hefur vart farið fram hjá neinum að við lifum á miklum óvissutímum. Óvissa er mannskemmandi og á ekki erindi í nútímasamfélagi. Stjórnmálin eru í óvissu og ég hef þurft að siða krakkana til. Lagar bindið og brosir til blaðamanna. Ísland þarf sterka stjórnun og ef þingmenn og ráðherrar geta ekki hagað sér skikkanlega, þurfa þeir styrka stjórnun, aga og aðhald. Andar. Það er mér þungt í brjósti að þurfa að segja þetta, en staðan er einfaldlega þannig…

Read More Read More

Beint lýðræði?

Beint lýðræði?

Við búum í lýðræðissamfélagi, sem betur fer. Þjóðin fær að taka þátt í ákvarðanatökum og hafa áhrif á framtíð sína. Að takmörkuðu leyti þó. Við megum kjósa okkur fulltrúa á fjögurra ára fresti, en höfum lítil áhrif þess á milli. Þetta er betra en ekkert, en langt í frá fullkomið. Beint lýðræði þar sem öll þjóðin gæti sagt álit sitt á öllum málum væri fullkomið lýðræði. Það yrði þó erfitt í framkvæmd. Það hafa ekki allir áhuga á öllum málefnum…

Read More Read More

Vinstri, hægri, snú snú

Vinstri, hægri, snú snú

Katrín Jakobsdóttir var sögð tala fyrir því að Píratar þyrftu að ákveða hvar á vinstri-hægri rófinu þeir væru. Fyrirsögnin var villandi, en hafði tilætluð áhrif. Fréttinni var póstað á Pírataspjallinu og líflegar umræður hófust. Næstum allir sem tjáðu sig höfnuðu því að flokkurinn ætti að skilgreina sig, setja sig á rófið. Ég er sammála og hér eru mínar ástæður. Vinstri og hægri á rætur að rekja til frönsku byltingarinnar þar sem konungssinnar settust hægra megin í þingið en byltingarsinnar vinstra…

Read More Read More

Fræða- og Menningarsetur á Eyrarbakka?

Fræða- og Menningarsetur á Eyrarbakka?

Ég var að fara yfir ársreikninga Árborgar fyrir árið 2014. Ástæðan var að sveitarfélagið er skuldsett upp á 166% af árstekjum. Ég velti því fyrir mér hvað gæti valdið, þar sem sveitarfélagið hefur ekki staðið í meiriháttar framkvæmdum. Ég komst ekki að ásættanlegu svari. Skuldastaðan mun þó sennilega ekki batna í bráð. Nýtt aðalskipulag gerir ráð fyrir byggingu nýs miðbæjar á Selfossi. Einhverskonar gamaldags miðbæ sem aldrei var til, en ætti að virka eins og Disneyland á túrista. Ég er með aðra…

Read More Read More

Um ómöguleika haustkosninga

Um ómöguleika haustkosninga

„Löglegt en siðlaust.“ Þetta er setning sem Vilmundur Gylfason gerði fræga fyrir um það bil 35 árum. Ekkert hefur breyst síðan þá. Þingmenn og ráðherrar hafa verið staðnir að því að fela peninga í skattaskjólum. Ég segi fela, því þeir tóku ekki fram að þeir ættu peninga í skattaskjólunum, þrátt fyrir skýrar reglur um að slíkt eigi að gera. Þeir virðast ekki hafa brotið nein lög, en flestum ber saman um að meiriháttar siðrof hafi orðið. Í stað þess að…

Read More Read More

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube