Prince

Prince

Skrítinn dagur. Byrjaði á að ég fór í heimsókn til kunningja míns því hann vildi endilega sjá Epiphone Les Paul gítarinn sem ég var að kaupa. Ég fékk að taka í gítarana hans. Fender Tele relic, Gilmour Strat, Gibson LP og ES-335. Allt tengt við Fender Twin.

My Babies
My Babies

Fór svo í vinnuna. Er að vinna á flugvelli og var að plana hvernig flugvél yrði hlaðin. Þetta var Airbus A319 og ég sagði við fallegu stelpuna í flugfreyjubúningnum að ég hugsaði alltaf til Prince þegar ég væri að vinna með A319, því hann samdi lagið 319 fyrir löngu síðan.

Stuttu seinna heyrði ég að hann væri dáinn.

Þegar ég keyrði heim, sá ég að það er fullt tungl.

Hér er lag eftir annan snilling, Geaorge Harrison. Prince stelur senunni með sólóinu í lokin.

Hvíl í friði, snillingur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube