Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200
Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn – Villi Asgeirsson
Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn

Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn

Tækniframfarir og niðurskurður eru tvö orð sem eru alltaf í umræðunni.

Tækninni fleygir fram. Við erum sítengd. Úrið getur mælt hjartslátt og blóðþrýsting, og látið vita ef eitthvað er ekki í lagi. Ég get lesið The Sydney Morning Herald um leið og það kemur út, þótt það sé gefið út hinumegin á hnettinum. Síminn minn er öflugri en tölvan sem ég átti um aldamót.

Tækniframfarir eru hraðar og þær hafa gjörbreytt lífi okkar.

Niðurskurður er hitt orðið sem við heyrum á hverju ári. Það þarf að loka sjúkrahúsdeildum, jafnvel heilum sjúkrahúsum. Bætur eru skornar niður. Öll opinber þjónusta er skorin niður því það er svo dýrt að reka hana.

Samt gátum við rekið hana með mikið meiri reisn áður en hún var skorin niður.

Maður hefði haldið að tækniframfarir gerðu niðurskurð óþarfan. Allavega að þjónustustigið myndi ekki lækka. En það er ekki svo. Það sem samfélagið gat gert fyrir þegnana fyrir 10 árum, 20, 30 og 40, er ekki lengur hægt. Það er of dýrt. Það eru engir peningar til sem hægt er að dæla í öryrkja, atvinnulausa, sjúklinga og annað fólk sem getur ekki unnið fyrir sér.

Það eru engir peningar til.

Af því að allir sem geta hagnast á einhverju í þessu landi virðast þurfa að stinga öllu undan og fela það í skattaparadísum þar sem aumingjarnir ná ekki til.

Spilling
Spilling

Það eru engir peningar til, því það er búið að stela þeim öllum. Löglega.

Það hefur ekkert upp á sig að reyna að búa til betra samfélag. Það er heimskulegt að borga skatta og leggja sitt af mörkum, því fólkið sem getur – oft fólk í stjórnmálum, sem á að vera að vinna fyrir okkur – er skítsama um aumingjana, holóttu vegina og fólkið sem hengdi sig eftir hrun.

Það vill bara hafa sína peninga í friði fyrir pirrandi almúganum.

Ég er ekki að segja allir séu svona, en þetta er svo útbreitt að það þykir fréttamatur ef heiðarlegur hálaunamaður finnst.

2 thoughts on “Velferðarsamfélagið og niðurskurðurinn

  1. Ég á efni í grein sem kostar mig persónulega 10. 000kr á mánuði að bíða eftir umfjöllun. Sem fæst ekki rædd. Líklega vegna þess að hún (sagan) er of góð til að vera sönn. En eins og við vitum skín stundum sól á Íslandi. Bíllnn minn gerir líkt og Jesú gerði fyrir 2000 árum síðan hann gengur á vatni og mengar ekkert. Þe. CO (kolmónoxíð í útblæstrnum mælist) = 00.0%.
    Sími 895 2046

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube