Bessastöðum, 18. apríl 2016, klukkan 16:15

Bessastöðum, 18. apríl 2016, klukkan 16:15

Góðir íslendingar,

Það hefur vart farið fram hjá neinum að við lifum á miklum óvissutímum. Óvissa er mannskemmandi og á ekki erindi í nútímasamfélagi. Stjórnmálin eru í óvissu og ég hef þurft að siða krakkana til.

Öryggisventillinn
Öryggisventillinn

Lagar bindið og brosir til blaðamanna.

Ísland þarf sterka stjórnun og ef þingmenn og ráðherrar geta ekki hagað sér skikkanlega, þurfa þeir styrka stjórnun, aga og aðhald.

Andar.

Það er mér þungt í brjósti að þurfa að segja þetta, en staðan er einfaldlega þannig að ég hef ekki annan valkost en að gefa kost á mér til þessa embættis enn og aftur. Hver vill losna við jólin og páskana og kók og prins póló? Lambahrygginn og skyrið? Ísland er ungt lýðveldi, byggt á gömlum og styrkum grunni. Hefðirnar eru til að halda upp á þær. Við þurfum á stöðugleika að halda og þetta rót sem einkennt hefur samfélagið okkar á undanförnum árum er mannskemmandi og pínlegt.

Brosir til blaðakonu.

Ég mun eyða komandi vikum á ferð um landið, taka í hendur fólks og klappa börnum á kollinn, Dorrit er búin að grafa lopapeysuna útúr skáp og við erum tilbúin.

Yðar að eilífu,
El Presidente.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube