Mjálm

Mjálm

Kæru íslendingar. Það er mér kært að sjá að þið hafið ákveðið að eyða tíma ykkar í að mjálma fram og til baka um meintar nauðganir símaskráarmódela. Það er gaman að sjá að þið hafið tíma til að velta fyrir ykkur hvort…

Ég er viss um að það var rosalega gott pistilsefni í þessu máli, en ég sé það ekki fyrir mér. Puttarnir pikka hægar en hausinn á mér hugsar. Þetta mál er horfið úr huga mínum.

Jæja, þá er bara að velja sér forsetaefni. Allavega myndi ég gera það ef ég mætti kjósa. En ég má það ekki, því ég hef búið erlendis of lengi. Má ekki kjósa heima, má ekki kjósa hér í Niðurlandi. Ég er ekkert.

En nú er þessi pistill, sem átti að vera um flöff og dægurmjálm, að breytast í pólitískt tuð. Það var ekki ætlunin.

Spurning með að…

Nei! Nú er öskrað allt í kringum mig. Ég geri ráð fyrir að Holland hafi skorað. Heimur batnandi fer.

Eða þannig.

Allavega, til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Er ekki að komast skriður á tíbetssyndróminn okkar? Er búið að redda Núpó fjármagni?

Comments are closed.
Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube