Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200
Voru Nasistarnir svo slæmir? – Villi Asgeirsson
Voru Nasistarnir svo slæmir?

Voru Nasistarnir svo slæmir?

Ég held ég hafi móðgað Hollending í gær. Eins og alþjóð ekki veit er ég búsettur í Hollandi. Sumardagurinn fyrsti er því tilgangslaus og 17 júní er ekkert merkilegri en 16. eða 18. Aðfangadagur er meira að segja merkingarlaus. Fimmti maí er merkilegur, virðist allavega vera það við fyrstu sýn, þannig lagað, en þó ekki.

Holland var hernumið af Þjóðverjum sama dag og Ísland var hernumið af Bretum. Fimm árum seinna, þann fimmta maí 1945 var Holland frelsað af Bandamönnum. Það var auðvitað mikið um gleði og dýrðir. Frjáls þjóð í eigin landi. Skítt með það að drottningin væri gift nasistaforingja. Það eru smáatriði sem koma bláblóðungum ekki við.

Fimmti maí, frelsisdagurinn. Daginn áður eru fánar dregnir í hálfa stöng til að minnast fallinna hermanna. Þeir sem nenna fara í kirkju um kvöldið, aðrir fá sér bjór og horfa á sjónvarpið. Á frelsisdaginn eru fánar dregnir að húni til að halda upp á frelsið. Svo fær maður frí, fimmta hvert ár. Ekki veit ég af hverju það er ekki haldið upp á þetta árlega. Kannski af því að það skiptir svo sem engu máli? Það er sennilega ekki ástæðan. Kannski er þetta stríðshermir. Maður fær að finna innilokunarkendina með því að sitja inni á skrifstofu í steikjandi hita meðan sólin skín úti. Svo finnur maður frelsið eftir fimm ár eins og fólkið í stríðinu.

Kannski það, en svona virkar það ekki. Ég held ég hafi móðgað Hollending í gær. Hann spurði hvort við værum opin á Föstudag. Að sjálfsögðu, af hverju ætti að vera lokað? Frelsisdagurinn, sagði hann. Ef Hollendingar nenna akki að halda upp á hann geri ég það ekki heldur, sagði ég.

Góð taktík? Ég veit það ekki. Hann kom við í morgun en kollegi minn talaði við hann. Það var ekkert minnst á frelsisdaginn.

 

Athugasemdir

Óskráður

5.5.2006 kl. 14:13

Eg vill nu bara benda ter a ad heimsækja eithvad af fangabudunum ef tu er i einhverjum vafa um Hitler.

Villi Asgeirsson

5.5.2006 kl. 14:19

Ég er svo sannarlega ekki í vafa um hann. Eins og þú kannski last ekki var að suða yfir því að Hollendingum virðist vera sama. Fólk er ekkert að spá í svona hluti dags daglega enda ekkert hægt að ætlast til þess, en ef að búinn er til dagur til að minnast helfararinnar og hersetunnar er frekar þunnt að gera það á fimm ára fresti.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube