2044

2044

Lýðveldið Ísland var stofnað fyrir 72 árum, þann 17. júní 1944. Það eru því 28 ár í 100 ára afmælið, árið 2044. Það gæti virst vera langur tími, en ef við förum 28 ár aftur í tímann, lendum við á 1988.

Fólk sem er tvítugt í dag verður tæplega fimmtugt á lýðveldisafmælinu.

Íslendingur á íslandi
Íslendingur á íslandi

Þetta er ekki langur tími. Margt getur breyst, en samfélagið getur líka staðnað. Við getum upplifað kreppur eða framfarir. Það er mikið til okkar að ákveða hvert við viljum fara og hvar við viljum vera á aldar afmæli lýðveldisins.

Mig langar því að spyrja alla tveggja spurninga. Svör má setja senda á vga[hjá]vga.is eða einfaldlega setja þau hér fyrir neðan. Það væri gaman að fá sem flest svör, svo við getum búið til stefnu sem hægt er að reyna að orða vel og setja í einhverskonar ferli.

  • Hvernig samfélag myndirðu vilja sjá á 100 ára afmælinu?
  • Hvað getum við gert til að það muni rætast?

Tökum endilega öll þátt í að búa til samfélagið sem við viljum búa í.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube