Vilja Píratar breyta fánanum?

Vilja Píratar breyta fánanum?

Eftirfarandi var sett inn á Pírataspjallið í kvöld.

Viljið þið leggja niður íslenska þjóðfánann vegna þess að kross er megininntak hans? Viljið leggja niður íslenska þjóðsönginn vegna þess að megininntak hans er lofsöngur til Guðs og Íslands? Viljið þið leggja niður forsetaembættið, það eina sem þjóðin kýs beint. Viljið þið eyðileggja það sem forfeður og mæður stóðu fyrir í nafni fjölmenningar og eyða menningargildum þjóðar okkar? Fátt eitt spurt en fleira á eftir að koma.

Svörin eru einföld og ekki flókið að finna þau ef fólk skoðar stefnu flokksins.

Merki Pírata
Merki Pírata

Nei, Píratar hafa engan sérstakan áhuga á að breyta þjóðfánanum. Þetta hefur, mér vitanlega, aldrei verið rætt á fundum og hefur aldrei verið sett fram sem stefna. Mér vitanlega er það heldur ekki ætlunin. Það eru mikilvægari mál sem þarf að taka á.

Nei, Píratar hafa engan sérstakan áhuga á að breyta þjóðsöngnum. Einhverjir einstaklingar í þjóðfélaginu hafa gert athugasemdir við að hann sé lofsöngur til Guðs, en þessar athugasemdir koma ekki frá Pírötum. Það er að segja, þeir sem vilja breyta þjóðsöngnum eru að lýsa eigin sannfæringu, ekki stefnu flokksins, enda hefur flokkurinn enga stefnu í málinu og ekki allir sem gagnrýna þjóðsönginn píratar.

Píratar styðja frumvarp um nýja stjórnarskrá sem samin var af Stjórnlagaráði 2011 og samþykkt af þjóðinni 2012. Þar segir að forseti skuli sitja mest þrjú kjörtímabil. Það er ekki stefna Pírata að leggja embættið niður.

Píratar vilja ekki „eyðileggja það sem forfeður og mæður stóðu fyrir í nafni fjölmenningar og eyða menningargildum þjóðar okkar“. Þvert á móti, vilja Píratar varðveita það samfélag sem fyrri kynslóðir byggðu upp. Píratar vilja hinsvegar verja mannréttindi allra til að iðka sína trú og lifa sínu lífi í sátt við samfélagið. Á sömu nótum, er það ekki stefna Pírata að galopna landamærin, eins og sumir virðast halda.

Svo er sagt að fleira muni koma. Vonandi verða þær staðhæfingar í einhverjum tengslum við raunveruleikann og stefnu Pírata. Ef við erum að gera eitthvað rangt, viljum við vita af því. Við ætlumst til að okkar stefur og áherslur séu gagnrýndar og endurskoðaðar ef með þarf. Það væri þó óskandi ef gagnrýnin væri byggð á staðreyndum.

4 thoughts on “Vilja Píratar breyta fánanum?

  1. Fínt að þetta komi fram. Einhver mannvitsbrekkan frá Þjóðfylkingunni kom fram með fullyrðingar að ofangreint væri á stefnuskrá Pírata.

  2. Þetta hefur aldrey verið rætt ? …en eru mikilvæg mál <3 Mikilvægt er fyrir þjóð að halda í jákvæðar hefðir lands Vors /Þjóðareinkenni ! Til hvers eru mismunandi einkenni lands / Öll dýrin eða plönturnar eiga ekki að vera eins / Möguleikar hvers einstaklins/lands eiga vera til staðar hér og þar: til þess að svo sem flestir geti fundið stað fyrir sig, tel ég vera heill fyrir hvern og einn !

    1. Fáninn og þjóðsöngurinn hafa ekki verið ræddir því það er ekki talin ástæða til að breyta neinu þar.

Skildu eftir svar við Sandra Svavarsdóttir Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube