Deprecated: Function create_function() is deprecated in /var/www/virtual/vga.is/htdocs/wp-content/plugins/floating-social-media-icon/function.php on line 1200
Froða. – Villi Asgeirsson
Froða.

Froða.

Önnur þingkonan skilur hvað er að gerast. Hún veit að þjóðin fylgdist með og var ekki skemmt. Hún skilur að traustið á Alþingi er næstum ekkert.

Ragnheiður talar froðu og hefur ekkert til málanna að leggja. Nema að hún nefndi eina flokkinn sem hélt trúverðugleika sínum. Hreyfinguna.

Froða flýtur yfirleitt á yfirborðinu, er það sem fyrst sést, en ristir sjaldan djúpt og er yfirleitt ekki aðalatriðið. Þingmenn sem tala froðu virka yfirleitt yfirborðskenndir.

Ég samgleðst Ragnheiði því það er alltaf gott að vera stoltur af eigin gjörðum. Ég vona að hún trúi virkilega því sem hún segir, því fátt er verra en pólitíkus sem ekki fylgir samfæringunni.

Ég er þó hrifnari af þingmönnum sem tala af viti, skilja hvað þeir eru að segja og bera hag almennings fyrir brjósti. Birgitta er mín. Eða ég hennar. Skiptir ekki öllu.

Skrifað vegna þessarar fréttar.

Athugasemdir af Moggablogginu:

Birgir Gudjonsson 21.1.2012 kl. 10:39

Greinilegt að þú ert utan lands og utangáttar.

Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 10:49

Á hverju er það greinilegt? Utan lands er tekið fram á síðunni, en hvernig er ég utangáttar?

hilmar jónsson 21.1.2012 kl. 10:51

Það er ljóst að nokkrir þingmenn eru það hræddir og telja sig standa svo tæpt gagnvart því að þurfa að bera vitni í málinu, að þeir völdu frekar að sprengja stjórnarsamstarfið.

Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 10:55

Það er auðvitað stórmerkilegt í sjálfu sér, að fólk á vitnalista geti kosið um málið á Alþingi.

Óskráður (this is fake) 21.1.2012 kl. 13:43

Samtrygging Fjórflokksins í hnotskurn.

Spólum u.þ.b. 16 mánuði aftur í tímann, hvað sagði þingmaðurinn Atli Gíslason þá? Eða Lilja Mósesdóttir o.fl.  Mér er spurn: Þarf þetta fólk ekki að standa skil á afstöðu breytingum sínum? Getum við treyst því að það sem þau segja í dag sé það sama og þau segja á morgun?

Greinilegt er  hvert Birgir hefur stungið hausnum

Guðmundur Pétursson 21.1.2012 kl. 23:14

Ragnheiður Elín Árnadóttir talaði um að FLokkurinn hefði „axlað pólitíska ábyrgð“ með því að víkja úr stjórn eftir hrun. Stelpu álftin áttar sig ekki á því að þegar flokkur hangir á völdum eins og hundur á roði og lætur draga sig á hárinu úr stólunum æpandi og skrækjandi og síðan sparkað á rassgatinu út á götu, kallast ekki að „axla pólitíska ábyrgð“ en við hverju öðru var að búast hjá heilaþvegnum og spilltum FLokkshálfvita eins og þessi ömurlega Ragnheiður Elín er.

Villi Asgeirsson 21.1.2012 kl. 23:51

Þetta heitir víst spuni á góðri finnsku.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube