Kvikmyndagerð II – Frumsýning og undirbúningur

Kvikmyndagerð II – Frumsýning og undirbúningur

Þetta var góður dagur. Fór í heimsókn til kunningja míns að sjá heimildamyndina hans frumsýnda í sjónvarpi. Ég var búinn að sjá hana á sérstöku „screener“ kvöldi þar sem ég hjálpaði aðeins til við gerð hennar. Við sátum þarna fjórir og horfðum á þetta. Gaman að sjá eigin verk sent út en maður finnur alltaf smá fiðring af og til. Þetta hefði mátt vera betra. Hljóðið þarna var ekki nógu gott. Innstungan á veggnum bak við viðmælandann er bjánaleg. Þetta eru þó sennilega hlutir sem aðrir sjá ekki.

Svo var rætt um framtíðina. Við verðum að vinna meira saman, setja kannski upp einhverskonar „collective“. Það er alltaf gott að deila hugmyndum. Svo á einn góða kvikmyndatökuvél, annar góðar klippigræjur, einn semur tónlist og allt það.

Annars er stuttmyndin það sem ég er mest að hugsa um þessa dagana. Tökur fara fram eftir þrjá manuði og ég þarf að finna aðalleikkonu. Þetta reddast allt saman. Nóg af valkostum ef ég bara byrja að leita.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube