Ljósmyndun: Gamli Tíminn og Nútíminn

Ljósmyndun: Gamli Tíminn og Nútíminn

Þetta er amma mín, yndislegust. Það er henni að þakka að bernskuminningarnar á Bitru munu lifa lengur en við öll. Hún notaði Konica Autoflex T-4 myndavélina sína mikið í u.þ.b. tíu ár. Mig minnir að vélin hafi verið keypt 1976 eða 1977. Ammabjó  til margar gersemar. Sumar myndirnar voru svo vel heppnaðar að þær birtust í Lesbók Moggans. Hestarnir og krakkarnir á Birtu fylltu heilu síðurnar.

Fujifilm X-E2 með Konica Hexanon 50mm f1.7 2014-07-27 at 18-11-51
Fujifilm X-E2 með Konica Hexanon 50mm f1.7
2014-07-27 at 18-11-51

Augun virka ekki eins vel og þau gerðu. Það er synd, því amma er eins skörp og alltaf. Hún hefur ekki notað Konica vélina í mörg ár og er löngu búin að færa sig yfir til Canon, svo hún lét mig hafa gamla linsusafnið sitt fyrir einhverju síðan. Ég var orðinn þreyttur á stærð og þyngd speglavélanna frá Canon, svo þegar ég sá að einfalt var að nota gömlu linsurnar á speglalausu vélum nútímans, hoppaði ég yfir til Fujifilm.

Fujifilm X-E2 er nútíma vél. X-Trans sensorinn gefur skarpari og litameiri myndir en Canon vélin getur. €8 millistykkið sem ég keypti á eBay sameinar nútímatækni og sálina sem sést í ljósmyndum sem teknar voru fyrir tíma stafrænu tækninnar.

Vorið er komið. Allavega á meginlandi Evrópu. Það verður gaman að prófa allar linsurnar á komandi vikum og mánuðum.

Amma, takk fyrir allt. Ekki síst fyrir að hafa kynnt mig fyrir ljósmyndun fyrir löngu síðan.

Þetta fann í töskunni:
Tamron 28mm f2.8
Tamron 35-80mm f2.8-3.5 Macro
Konica Hexanon 50mm f1.7 (used for the attached photo)
Tamron 85-210mm f4.5 Macro
Konica Hexanon 135mm f3.2
2x tele converter, various extension tubes etc.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube