Browsed by
Category: Heilbrigðismál

Borgaralaun

Borgaralaun

Undanfarið hef ég mikið verið að velta borgaralaunum fyrir mér. Hugmyndin er að allir fái skilyrðislausa grunnframfærslu frá ríkinu. Hvað uphæðin þyrfti að vera há þarf að skoða, en sennilega ekki undir 200.000 krónum á mánuði. Borgaralaunin þurfa að duga fyrir helstu nauðsynjum, en ekki meira. Ef fólk þarf meiri pening, vill komast í utanlandsferðir, kaupa nýrri bíl eða stærra hús, vinnur það með.

Stærsta spurningin er auðvitað hvernig á að fjármagna borgaralaun. Þeir sem mest hafa velt þessu fyrir sér mæla með að tekjuskattur hverfi alveg, en virðisaukaskattur verið hækkaður í 100%. Þetta á ekki að hafa áhrif á verðlag, þar sem allur falinn skattur sem nú er innifalinn í vöruverði hverfur. Auðlindir verða þjóðnýttar, eða skattlagðar þannig að þjóðin njóti góðs af. Velferðarkerfið, og allur kostnaður sem því fylgir,  hverfur. Öll vinna við eftirlit með velferðarkerfinu, skattsvikum og fleira verður óþörf, og þar sparast milljarðar. Þar sem eftirlit verður minna, eða ekkert, má gera ráð fyrir að einkalíf fólks verði betur varið.

Töluverð vinna þarf að fara í að hugsa kerfið upp á nýtt, ef við höfum áhuga á að skoða þessa leið. Það er þó vel þess virði, því kostirnir eru margir. Hér fyrir neðan eru nokkrir.

  • Fólk er fólk, ekki öryrkjar, ellilífeyrisþegar, atvinnulausir. Með því að útrýma stimplum, gefum við fólki tækifæri til að byggja upp sjálfstraustið sem það þarf til að skapa sér tækifæri. Enginn er „aumingi“ eða annars flokks þegn.
  • Við getum hætt að setja milljarða í misheppnaðar tilraunir til að halda fólki á landsbyggðinni. Fólk er ekki háð atvinnutækifærum og hefur því möguleika á að búa hvar sem það vill. Það getur notfært sér lægra fasteignaverð utan höfuðborgarsvæðisins. Búseta mun jafnast sjálfkrafa.
  • Fátækt heyrir, að mestu leyti, sögunni til.
  • Fólk sem frekar vill skapa list og annað, hefur tækifæri til þess. Menning mun blómstra og almenn hamingja aukast.
  • Fólk sem velur að vinna fyrir vinnuveitanda gerir það af því það langar til þess og verður því ánægðara í vinnunni, sem þýðir betri afköst.
  • Þar sem atvinna er ekki nauðsyn, og fólk hefur efni á að neita vinnu, munu laun líklega hækka.
  • Flestir fátækratengdir glæpir munu hverfa, og þar með gera samfélagið öruggara.
  • Tilraunaverkefni með borgaralaun hafa sýnt að yfir 90% kjósa að vinna, annað hvort sjálfstætt eða í launaðri vinnu, og framleiðni eykst í samfélaginu.
  • Foreldrar hafa möguleika á að vinna minna og sinna börnunum betur, sem þýðir að framtíðarkynslóðir verða sennilega heilsteyptari og hamingjusamari.
  • Hamingjusamt fólk sem vinnur eins og því hentar er heilsuhraustara, og því sparast töluverðar fjáræðir í lyfjakostnaði og heilbrigðiskerfinu.

Það er erfitt að segja til um hvort borgaralaun séu raunhæf lausn eða ekki, en það er vel þess virði að skoða málið og reikna dæmið. Sérstaklega þegar haft er í huga að störfum mun fækka töluvert vegna tækniframfara á næstu árum. Fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í umræðunni er velkomið í hópinn á Facebook.

Fyrirmyndarlandið?

Fyrirmyndarlandið?

Hvernig getur þetta staðist? Það er nógu hrikalegt að fá krabbamein, þótt það þýði ekki gjaldþrot í leiðinni. Hvar er mannúðin í þeim sem semja fjárlögin? Hvað mun krabbameinsmeðferð kosta þegar sjúkrahús eru farin að láta eins og hótel?

Er þetta fyrirmyndarlandið? Er þetta Íslandið sem við viljum búa í? Erum við stolt af þessu?

En þetta er allt í lagi, því það er frítt að fara í kirkju. Spurning með að taka up gamla kerfið og biðja bara guð um hjálp ef maður veikist.

Þessi færsla var upphaflega birt á Moggablogginu. Þar er hægt að lesa athugasemdir við hana og finna hlekk á fréttina sem rætt er um.

Gefum vínsölu frjálsa!

Gefum vínsölu frjálsa!

Ég er eiginlega orðlaus, en ætla samt að pikka inn smá færslu.

Á Íslandi er áfengi litið hornauga. Þetta er bölvaldur, bakkus er harður húsbóndi, við drepumst öll úr alkóholisma ef þetta helvíti er ekki bannað!

Ef maður skoðar tölur, kemur eitthvað allt annað í ljós. Samkvæmt AA samtökunum eru hvergi fleiri hjálparhópar á haus en á Íslandi. 800 á milljón, á móti 0.6 í Portúgal, sem er með fæstu hópana. Portúgalar drekka 2 1/2 lítra á móti hverjum lítra okkar íslendinga. Þeir virðast kunna á áfengi, á meðan við gerum það ekki.

En svo ég tali bara af reynslunni. Ég bý í Hollandi. Hér er bjór og léttvín selt í matvöruverslunum. Kassi af bjór kostar u.þ.b. átta evrur. 24x30cl flöskur. Þetta er Heineken, ekki sá ódýrasti. Mig minnir að Lidl selji þýskan bjór, 24x33lc, á fimm evrur. Flaska af rauðvíni frá þremur evrum. Sterk vín eru seld í vínbúðum. Viskíflaskan kostar frá 12-13 evrum og upp. Samkvæmt heimspekilegum vangaveltum lífhræddra íslendinga ættu allir að vera ælandi í ræsinu hér, dauðadrukknir og lagstir í gröfina um fimmtugt. Það er auðvitað fjarstæða. Fólk drekkur meira magn hér en á Íslandi, en það dreyfist yfir vikuna. Bjór eftir vinnu og rauðvínsglas með matnum safnast saman. Íslendingar drekka örlítið minna, en demba öllu í sig á djamminu um helgar. Maður spyr sig, hvort ætli sé verra fyrir heilsuna?

Það er reyndar margsannað að 1-2 glös af rauðvíni á dag er gott fyrir skrokkinn. Það getur komið í veg fyrir hjartakvilla og skerpir hugsun.

Er ekki kominn tími á að íslendingar skríði upp úr holunum sem hræddir bindindismenn grófu fyrir 100 árum? Hættum að væla, hjálpum þeim sem ekki kunna að fara með áfengi og látum hina vera. Njótum þess að fá okkur ískaldan bjór eftir vinnu og gott rauðvinsglas með matnum. Leyfum matvöruverslunum að selja áfengi á eðlilegu verði og njótum lífsins.

 

Athugasemdir af Moggablogginu

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson 15.2.2012 kl. 23:33

Það er  búið að okra alla vínmenningu úr Íslendingum með því að hafa  brennivínið svo dýrt frá banni að þeir sem á annað borð drukku dímdu ekki öðru en að þamba það vín sem þeir fengu til að ná öllum áhrifunum í einu.

Hatursáróður bindindispostula og þjónkun heimskra stjórnmálamanna við þá hefur gert þjóðina að illdrykkjuþjóð en ég er viss um að þetta yrði fljótlegt að laga með hressilegum verðlækkunum.

Óskráður 8.2.2012 kl. 12:58

Hljómar eins og Kári sé alki nýkominn úr meðferð, hljómar nákvæmlega þannig.

En það er ljóst að áfengi er eitt hættulegasta eiturlyfið/vímuefnið; Hver sá sem segir annað, þarf að láta athuga hvort hann sé alki í afneitun.,. FACT

Óskráður 8.2.2012 kl. 06:49

Rétt hjá þér Villi og ekki gleyma því að nú fyrir jólin afrekuðu forsjárhyggjumenn það að Nói Síríus hætti að láta vínflöskur í konfektkassa til að egna ekki alkahólista eða börn

Óskráður 7.2.2012 kl. 23:08

Hvers vegna éta hvítu rollurnar meira en þær svörtu?

Hvers vegna deyja fleiri af áfengisneyslu en eiturlyfjum?

Af því að þær/þeir eru fleiri í samfélaginu !

Í öll þau ár, sem ég hef verið á Spáni, hef ég aldrei séð áfengi á heimamanni. Þeir sem vitna í Þjóðverja og Hollendinga hafa sömu reynslu. Það er ekkert að áfenginu sem slíku, heldur þurkuðu þorskhausarnir á Íslandi.

Enda segir Kári – eytur á Íslandi- en vitnar ekki í almennt siðmenntaðar þjóðir.

Óskráður 7.2.2012 kl. 21:47

ó ég er bara pirraður og þreyttur á fólki sem telur sig hafa vit fyrir öðrum.

finnst afar erfitt þegar fólk með varla sýnilegt hvolpavit er að skipta sér af annarra manna málum.

og talandi um stjórnmálamenn, þá hef ég ekki meira álit á þeim erlendu en þeim íslensku.

en , jú, það tekur tíma að þróast frá öpum yfir í menn, það er alveg rétt hjá þér.

Óskráður 7.2.2012 kl. 21:31

Sveinn, ég er einfaldlega að benda á að það getur tekið tíma að aðlagast nýjum háttum. Og ef „fræðslan“ og verðpólitíkin gengur út á bannfæringu vonda voðavonda áfengisins, er ekki hægt að búast við miklum framförum í „vínmenningu“ Íslendinga.

Ekki tel ég þörf á erlendum stjórnmálamönnum á Íslandi. Eða kemur árþúsundavínmenningin sjálfkrafa með þeim?

Óskráður 7.2.2012 kl. 21:11

valgeir, ef íslendingar eru svo miklir blábjánar að þeim hreinlega verður að stjórna.

verðum við þá ekki að ráða erlenda stjórnmálamenn? fyrst íslendingar eru svona miklir blábjánar að þeim verður að stjórna?

Óskráður 7.2.2012 kl. 19:04

Sæll Villi, ég ætlaði að vera þér alveg sammála (og er það í raun!), en bendi á móti að Íslendingar kunna ekki með frelsi að fara. Ef frelsið yrði algjört í verzlun með áfengi væri þjóðin blindfull í tíu ár og þunn næstu hundrað árin. Þær þjóðir sem þú vitnar í hafa árþúsundagamlar hefðir í meðferð áfengis.

Meðan aðaláheyrslan í fræðslunni um skaðsemi áfengis er sett á orð eins og „stórhættulegt“, „manndrepandi“ osfrv. er ekki að búast við að ástandið batni. Fólk þorir ekki að smakka á áfengi í miðri viku (nema leynilega kannski), en um helgar er allt í lagi að sturta í sig þar til slökknar á heilanum.

Áfengisvandamál eru auðvitað líka þekkt í Evrópunni. En hér setja þeir þjáðu ekki sig og fjölskylduna sína fjárhagslega á hausinn með sinni fíkn (sem hægt er að vinna á, áður en gjaldþrotið kemur). Verðpólitík ÁTVR/ríkisins verður að skoða uppá nýtt.

Kveðja frá Þýskalandi 

Sigurður Þór Guðjónsson 7.2.2012 kl. 17:49

Enginn hvatti til að banna áfengi í Þessari klippmynd, aðeins minnt á nokkrar staðreyndir. Vel að merkja: Veldur áfengi engum skaða í Portugal, Hollandi og Þýskalandi? Og það að geta ekki keypt sér léttvín með matnum af mönnum sem væntalega eru ekki alkar finnst mér reyndar vera algjörir smámunir miðað við þjáningu og skaða sem áfengi sannanlega veldur. En auðvitað eru ekki allir alkar. En það er meira mál menn deyja vegna áfengis heldur en sumir, jafnvel margir, geti haft það huggulegt.   

Ásgrímur Hartmannsson 7.2.2012 kl. 17:28

Í Þýskalandi selja þeir Jagermeister á bensínstöðvum.  Við afgreiðzlukassann, ofan á tyggjóinu.

Aldrei sá ég ölvaðan mann í Þýskalandi.

Siðmenningin hefur bara ekki borist hingað – og það er hressilega spornað við henni.

Óskráður 7.2.2012 kl. 17:08

Íslensk forræðishyggja er ákaflega furðulegt fyrirbæri. Alltaf verið að bjarga fólki frá því sjálfu.

Óskráður 7.2.2012 kl. 16:04

Mæltu manna heilastur,,,íslendingar eru algjörir molbúar þegar kemur að vínmenningunni og áfengisdrikkju almennt,,ég hef dvalið mikið í suður-ameríku þar sem áfengi er selt allstaðar,,og þar sér aldrey áfengi á nokkrum manni.Að það skuli ekki vera hægt að kaupa sér léttvín með mattnum hvenær sem er t.d. á sunnudegi er náttúrulega bara fáránlegt,við erum ennþá einsog rollur í rétt að hamstra í helv,,ríkinu,og verðið?

SaltExtrakt – eða rangt skal vera rétt

SaltExtrakt – eða rangt skal vera rétt

Ölgerðin Egill Skallagrímsson, eitt ástsælasta fyrirtæki landsins hefur orðið uppvíst að svindli. Eða ótrúlegu klúðri. Ég get ekki dæmt um það, enda hef ég aldrei unnið fyrir fyrirtækið og veit ekki hvað fer fram þar innandyra.

BBC eða einhver annar erlendur miðill fær nasaþef af málinu og vill vita meira. Hvers vegna þeir höfðu ekki samband við  Matvælastofnun eða Ölgerðina sjálfa, veit ég ekki. Þetta eru slöpp vinnubrögð sem maður hefði búist við af sumum miðlum, en ekki BBC. Kannski voru þeir með símanúmer RÚV eða fréttakonunnar á skrá og ákváðu að afgreiða málið á fimm mínútum. Þeim fannst þetta kannski ekki nógu spennandi til að eyða einhverri orku í málið. Kannski skoluðust staðreyndir til þegar spjallað var við hana, kannski var þessu „road“ orði bætt við eftirá. En það skiptir ekki máli.

saltextract

Ölgerðin hefur orðið uppvís að því að selja iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja í 13 ár. Það er ekki eins og þetta hafi verið ein sending sem slapp í gegn af því fólk var ekki að taka eftir því sem stóð á umbúðunum. 13 ár eru langur tími, og þetta hlýtur því að hafa verið ákvörðun sem tekin var vísvitandi. Hvort þetta salt var ætlað á götur eða ekki, er það alveg á hreinu að það var ekki ætlað í matvæli. Það er málið og allt annað er útúrdúr.

Svo spyrja þeir hvort íslendingar séu sáttir við að víðlesinn fjölmiðill segi þá hafa borðað götusalt. Ég spyr á móti, heldur Ölgerðin að íslendingar séu sáttir við að þeir séu látnir éta iðnaðarvörur? Telja þeir virkilega að það bæti ímynd sína að siga lögmönnum á fólk út í bæ sem tjáir sig um málið? Ég held að það besta sem Ölgerðin geti gert sé að hringja í þennan víðlesna fjölmiðil og biðja hann að leiðrétta fréttina, sé hún röng. Svo geta þeir beðið þjóðina afsökunar og boðist til að fjármagna rannsókn á hugsanlegum langtímaáhrifum iðnaðarsalts á mannslíkamann.

Ölgerðin var eitt ástsælasta fyrirtæki landsins. Malt og Appelsín er þjóðardrykkur. Gullið hefur unnið til verðlauna víða um heim, ef marka má umbúðirnar. Ímynd getur horfið á augabragði, eins og við höfum verið harkalega minnt á síðustu misserin.

Upphaflega birt vegna þessarar fréttar.

Götusalt?

Götusalt?

Er Ölgerðin orðin snarklikkuð? Þeir flytja inn iðnaðarsalt og selja sem matarsalt. Þegar einhver vogar sér að segja að iðnaðarsalt sé mestmegnis notað á götur þegar frystir, hóta þeir að senda lögræðinga á viðkomandi.

Þess má geta að hér í Hollandi var ein fyrirsögnin, Íslendingar strá götusalti yfir eggin sín. Ætlar Ölgerðin að eltast við alla þá sem réttilega sýna að þetta salt er ekki ætlað til matargerðar?

Kunna þeir ekkert að skammast sín? Er einhver í stjórnsýslunni sem ætlar að taka á þessu máli?

Ef ekki, þá er það þjóðarinnar að sneiða hjá vörum fyrirtækisins.

Upphaflega birt vegna þessarar fréttar.

Athugasemdir af Moggablogginu.

Þórður Ingi 19.1.2012 kl. 14:18

Þeir fréttamenn sem segja að það iðnaðarsalt sem notað var hér í matvæli sé það sama og er notað á götur gerast sekir um annað tveggja. Fávisku eða lygar.

Villi Asgeirsson 19.1.2012 kl. 14:26

Það má vel vera að þetta sé ekki sama salt og notað er á götur, en þetta er heldur ekki salt sem ætlað er í matvöru. Spurningin er því, er Ölgerðin sek um fávisku eða lygar?

 

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube