Fari IMF og spillingarpakkið fjandans til!

Fari IMF og spillingarpakkið fjandans til!

Það mátti loka Þjóðleikhúsinu og öðrum menningarstofnunum, en bankarnir skyldu fá sitt? Ef þetta sýnir ekki geðveikina, að peningamafían er á annarri plánetu en við hin, þá veit ég ekki hvað ætti að gera það. Íslendingar byggðu upp menningarlíf sem fáar þjóðir geta státað af. Íslenskar bókmenntir, leiklist, myndlist, tónlist. Er þetta minna virði en peningar?

Pabbastrákarnir fóru í útrás í boði spillingarhunda í embættismannakerfinu. Þeir spiluðu af sér og töpuðu öllu, eins og þeir væru dauðadrukknir unglingar á sóðabar i rauðu hverfi í einhverri hafnarborginni. Svo koma dólgarnir sem notfærðu sér heimsku pabbastrákanna og vaða um allt á skítugum skónum.

Svo heyrum við endalausar fréttir af því hvað IMF (ég segi enn IMF, neita að íslenska nafnið á þessum glæpasamtökum) finnst þjóðir heims eigi að gera. Herða sultarólina. Borga meiri skatta. Skera niður þjónustu. Drepa gamalmenni með því að leyfa því að frjósa í hel, afskiptalaust. Segja okkur að kyngja því að nú er kreppa og að hún er pínulítið okkur að kenna en að feitu grísirnir með bindin séu nú alveg að reyna að bjarga okkur. En taka þeir sjálfir nokkurn tíma ábyrgð? Nei, auðvitað ekki. Þeir setja allt á hausinn, koma svo og sópa allt til sín.

Er ekki komið nóg af arðráni og spillingu. Eins og einhver ímynduð tala á einhverjum bankareikningi, sem eiginlega er ekki til ef maður spáir í það, sé mikilvægari en leikhús, söfn, listir og menning? Þvílík sturlun!

Ég þakka núverandi stjórnvöldum fyrir að hafa þó haldið skítugum IMF krumlunum frá menningarstofnununum sem þjóðin hefur byggt upp á áratugum. Hún má þó eiga það.

 

Athugasemdir af Moggablogginu

Villi Asgeirsson 6.2.2012 kl. 08:16

Jú, það er rétt. Og birta jákvæða frétt um Jóhönnustjórnina. Allavega geri ég ráð fyrir að það hafi verið hún sem sagði hingað og ekki lengra, því Geir var farinn frá snemma á árinu.

hilmar jónsson 6.2.2012 kl. 08:13

Er samt ekki stóra fréttin í þessu að Mogginn skuli vera farin að leita til Fréttablaðsins eftir ferskustu fréttunum ?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube