Hrikaleg ógn við persónufrelsið

Hrikaleg ógn við persónufrelsið

Fréttin segir sína sögu. Verði þessi lög að veruleika, munu öll samskipti á netinu verða hleruð og ritskoðuð. Sért þú með „óæskilegar“ skoðanir, verðurðu settu(ur) undir smásjá. Yfirvöld munu engar heimildir þurfa, stórfyrirtæki í skemmtanabransanum geta rukkað þig fyrir að nota hluta úr dægurlagatextum. Vefsíður munu ekki geta fjallað um efni sem verndað er að höfundarétti. Wikipedia, youTube og Facebook gætu horfið, því enginn grundvöllur verður fyrir starfsemi þeirra.

Það sem mestu máli skiptir, er að netið verður eins og gamli sveitasíminn. Yfirvöld munu alltaf vita hvað þú ert að segja og gera.

Hér er myndband sem útskyrir í einföldu máli um hvað þetta snýst.

Og hér er hægt að setja sig á undirskriftalista gegn þessu skrímsli: http://www.avaaz.org/en/eu_save_the_internet/?tta

Ég vona svo sannarlega að íslenskir þingmenn hafi rænu á að samþykkja þessi lög ekki.

Athugasemdir af Moggablogginu.

Ásgrímur Hartmannsson 30.1.2012 kl. 16:57

Mikið held ég þeir í útlöndum öfundi íslensk stjórnvöld stundum… eða myndu gera ef þeir vissu hvernig hlutirnir gerast hérna.

Villi Asgeirsson 30.1.2012 kl. 18:08

Hví? Hér í ESB eru þessi lög samþykkt af ókosnum fulltrúum sem enginn veit hverjir eru. Það er töluvert þægilegra en að þurfa að stressa sig á endurkjöri og pirrandi blaðamönnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube