Dýrahald í fjölbýli?

Dýrahald í fjölbýli?

Mikið er talað um dýrahald í fjölbýli eftir að öryrkjum og öðru fólki sem ekki getur staðið í stappi var gert að losa sig við húsdýrin sín. Innan 10 daga, takk fyrir. Því þannig eru reglurnar. Fólk hefði átt að vita þetta og því er engin vorkunn.

Þeir sem verja þessa tillögu tala um ofnæmi og ónæði.

Þessi hundur tengist málinu ekki beint.
Þessi hundur tengist málinu ekki beint.

Nú var ég að heyra að fólkið í blokkinni hefði kosið afgerandi að leyfa dýrunum að vera. 32 sögðu já. En hinir tveir? Annar var hlutlaus, hinn í útlöndum. Enginn valdi að losa blokkina við dýrin. Samt á að þvinga þetta fólk til að losa sig við fjölskyldumeðliminn. Því gæludýr eru ekki leikföng eða húsgögn. Þau eru lifandi verur, og oft hluti að fjölskyldunni. Oft einu vinirnir þegar fólk er lasið eða á erfitt með að vera í sambandi við annað fólk.

Að þvinga þetta fólk til að losa sig við gæludýrin er að dæma það í einveru og einmanaleika.

Eva Hauksdóttir skrifaði rafpóst á mennina sem tóku ákvörðunina. Ég mæli með að allir geri það sama. Látum þá vita hvað okkur finnst.

Netföngin eru gardar@brynjahus.is og bjorn.a.magnusson@brynjahus.is

Getum kallað tölvupóstinn: Vegna dýrahalds

Vinsamlegast komið eftirfarandi skilaboðum til stjórnar Brynju og takið þau einnig til ykkar sjálfir.

Ég á ekki orð til að lýsa vanþóknun minni á þeirri stefnu ykkar hjá Brynju að neita öryrkjum um að halda gæludýr.

Ég á hinsvegar eitt orð til þess að lýsa vanþóknun minni á þeim gerræðislegu vinnubrögðum að þvinga fólk til að losa sig við dýrin sín.

Það orð er „ógeð“.

Þið eruð ógeð.

Skammist ykkar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube