Föstudagurinn Langi

Föstudagurinn Langi

Ég er misskilinn maður. Í hvert sinn sem fólk lendir í tölvuveseni, biður það mig um hjálp. Oft eru það Windows tölvur sem hóta sjálfsmorði eða keyra á hraða sem hefði gert Óla Két ánægðan. Ég hef ekki notað Windows í 11 ár, en hvað um það. Smáatriði. Restart lagar oft dæmið og blekkingin um undravit mitt á tölvum er óhögguð. Og svo biður fólk mig um að hjálpa sér því WordPress er ekki alveg eins viðmótsþýtt og haldið er fram. Ég setti nefninlega upp heimasíðu kringum aldamótin og hlýt því að skilja þetta. Það er eiginlega bráðfyndið, því það tók mig einn og hálfan dag að setja upp þessa einföldu síðu. Gagnagrunnar, FTP, timeout, syntax errors, terminal (fear) og hvað eina. Man ekki eftir að þetta hafi verið svona flókið í frumbernsku netsins.

Föstudagurinn langi í ár bar nafn með rentu.

En þetta hafðist. Síðan komin upp. Gamla rausið komið inn. Mér skilst að ég geti sett inn gamla non-Wordpress pistla og breytt dagsetningunni, svo það er kannski hugsanlega mögulegt að ég hendi moggabloggunum hér inn. Þá get ég haldið upp á 10 ára bloggafmæli eftir ár. Alveg afsökun til að fá sér freyðivín á ESB verði.

En allavega. Velkomin á VGA.is. Eins og flestir vita eru .is lén dýr og viðhaldsfrek. Það er því viðbúið að ég rausi meira en góðu hófi gegnir. Ég mun sennilega tala um Pírata, því þeir eru málið. Kannski um bókina sem ég hafði af að skrifa. Og eitthvað meira. Kannski draumahúsið sem mér finnst ég þurfi að byggja eða kaupa á Íslandi, því þar er allt á uppleið.

Ætla að hætta þessu. Þessi pistill er eiginlega bara svona „júhú, .is is back“ dæmi.

Peace!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Visit Us On TwitterVisit Us On FacebookVisit Us On Youtube